Search
Close this search box.

Sjúklingar borga minna

Deildu 

Minnk­un greiðsluþátt­töku sjúk­linga er eitt af þeim atriðum sem ég hef sett í sér­stak­an for­gang í embætti heil­brigðisráðherra. Í fjár­mála­áætl­un stjórn­valda til árs­ins 2024 eru 3,5 millj­arðar króna sér­stak­lega ætlaðir til að draga úr kostnaði sjúk­linga vegna heil­brigðisþjón­ustu og auka á móti fram­lög hins op­in­bera. Fyr­ir ára­mót kynnti ég áform um ráðstöf­un 1,1 millj­arðs króna af þeirri upp­hæð til að minnka greiðsluþátt­töku sjúk­linga á næstu tveim­ur árum.

Við höf­um nú þegar minnkað greiðsluþátt­töku ör­yrkja og líf­eyr­isþega í tann­lækna­kostnaði og fellt niður komu­gjöld fyr­ir ör­yrkja og aldraða á heilsu­gæsl­ur og hjá heim­il­is­lækn­um.

Á næstu tveim­ur árum verða komu­gjöld í heilsu­gæslu felld niður í áföng­um, niður­greiðslur sjúkra­trygg­inga fyr­ir tann­lækn­isþjón­ustu, lyf og til­tek­in hjálp­ar­tæki verða aukn­ar og regl­ur um niður­greiðslur ferðakostnaðar verða rýmkaðar.

Hluti aðgerðanna kom til fram­kvæmda strax um nýliðin ára­mót, og hef­ur því þegar tekið gildi. Fyrsta skrefið í því að fella niður komu­gjöld í heilsu­gæslu var stigið 1. janú­ar 2020, þegar al­menn komu­gjöld í heilsu­gæslu lækkuðu úr 1.200 krón­um í 700 krón­ur. Þetta á við um kom­ur fólks á dag­vinnu­tíma á heilsu­gæslu­stöð þar sem viðkom­andi er skráður. Börn, aldraðir og ör­yrkj­ar greiða eft­ir sem áður ekki komu­gjöld í heilsu­gæslu.

Hinn 1. janú­ar síðastliðinn voru horm­óna­tengd­ar getnaðar­varn­ir felld­ar und­ir lyfja­greiðsluþátt­töku­kerfið fyr­ir kon­ur sem eru 20 ára eða yngri og öll­um börn­um sem fæðast með skarð í efri tann­boga eða með klof­inn góm var með reglu­gerð tryggður rétt­ur til end­ur­greiðslu vegna tann­lækn­inga og tann­rétt­inga sem nem­ur 95% af gjald­skrá tann­lækn­is.

Ný reglu­gerð um ferðakostnað sjúkra­tryggðra og aðstand­enda þeirra inn­an­lands tók líka gildi í byrj­un árs. Með reglu­gerðinni verður m.a. komið til móts við þá sem þurfa reglu­lega að ferðast um lengri veg vegna blóðskil­un­ar og enn frem­ur er það ný­mæli að greitt verður far­gjald fylgd­ar­manns konu sem þarf að tak­ast ferðalag á hend­ur til að fæða barn á heil­brigðis­stofn­un eða sjúkra­húsi.

Fram und­an eru enn frek­ari aðgerðir til að draga úr greiðsluþátt­töku sjúk­linga á ýms­um sviðum heil­brigðisþjón­ust­unn­ar.

Þess­ar breyt­ing­ar eru mik­il­væg skref í átt að því marki að greiðsluþátt­taka sjúk­linga í heil­brigðisþjón­ustu verði á pari við það sem best ger­ist á Norður­lönd­un­um. Eng­inn ætti að þurfa að neita sér um nauðsyn­lega heil­brigðisþjón­ustu. Minnk­un greiðsluþátt­töku sjúk­linga er af­ger­andi þátt­ur í því að jafna aðgengi fólks að þjón­ustu heil­brigðis­kerf­is­ins og sporna við heilsu­fars­leg­um ójöfnuði af fé­lags­leg­um og fjár­hags­leg­um ástæðum.

Svandís Svavarsdóttir, höf­und­ur er heil­brigðisráðherra.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search