Search
Close this search box.

Skattalækkun í skiptum fyrir umhverfisvernd.

Deildu 

Það kem­ur bet­ur og bet­ur í ljós þessi miss­er­in að lofts­lags­vand­inn snert­ir okk­ur öll og að þjóðir heims­ins þurfi að taka hönd­um sam­an ef koma á í veg fyr­ir að jörðin falli illa til bú­setu fyr­ir marg­ar þeirra. Það er ljóst að hver ein­asta aðgerð stjórn­valda til að stuðla að um­hverf­is­vernd skipt­ir máli.

Ný­lega mælti ég fyr­ir frum­varpi mínu um breyt­ing­ar á lög­um um tekju­skatt sem fela í sér að fram­lög til aðgerða sem gagn­ast kol­efn­is­bind­ingu verði frá­drátt­ar­bær frá tekju­skatti, en þau eru það ekki eins og staðan er í dag.

Íslensk stjórn­völd hafa sett sér fram­sæk­in mark­mið og góðar áætlan­ir í lofts­lags­mál­um. Fyrra skrefið verður tekið með því að gang­ast und­ir skuld­bind­ing­ar Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins um sam­drátt í los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Seinna skrefið felst í því að ná þeirri stöðu að verða kol­efn­is­hlut­laust sam­fé­lag fyr­ir árið 2040. Hvor­ugu mark­miði verður náð án virkr­ar sam­vinnu rík­is, sveit­ar­fé­laga, at­vinnu­lífs og al­menn­ings.

Hvert sveit­ar­fé­lagið á fæt­ur öðru er að vinna sér um­hverf­isáætlan­ir og þar eru unn­ar lofts­lags­áætlan­ir sömu­leiðis. Ég get nefnt sem dæmi að Sam­band sveit­ar­fé­laga á Suður­landi hef­ur tekið utan um þau sveit­ar­fé­lög sem þar heyra und­ir og sett fram mjög metnaðarfulla um­hverf­isáætl­un. Sum sveit­ar­fé­lög eins og Reykja­vík­ur­borg eru aðili að því sem heit­ir Par­ís­ar­samn­ing­ur­inn, sem ekki má rugla sam­an við Par­ís­ar­sam­komu­lagið, sem er alþjóðlegt sam­komu­lag sveit­ar­fé­laga eða borg­ar­sam­fé­laga og stórra fyr­ir­tækja á heimsvísu.

Þriðji aðili eru auðvitað fyr­ir­tæk­in. Þegar kem­ur að þætti þeirra er jafn­vel hægt að hugsa sér ein­hvers kon­ar íviln­un þegar um er að ræða kol­efn­is­gjald, til dæm­is af út­gerð, að hluti af því gæti gengið til kol­efnis­jöfn­un­ar. En í því frum­varpi sem ég mælti fyr­ir fyrr í vor, er verið að horfa til tekju­skatts­ins. Þar eru þá fram­lög fyr­ir­tækja til kol­efn­is­bind­ing­ar með skóg­rækt eða end­ur­heimt vot­lend­is innifal­in í and­óf­inu gegn hlýn­un lofts­lags­ins. Fjórði aðili er við sjálf.

Nauðsyn­legt er að fram­kvæmd­in vegna frá­drátt­ar verði bæði skýr og gagn­sæ svo að hún nái sann­ar­lega mark­miði sínu og leiði ekki til mis­notk­un­ar á heim­ild­inni. Þá er æski­legt að um­sókn um frá­drátt verði hluti af áætl­un um los­un og kol­efn­is­bind­ingu um­sækj­anda.

Lausn lofts­lags­vand­ans og viðbrögð við hon­um er í hönd­um okk­ar allra: Rík­is, sveit­ar­fé­laga, fyr­ir­tækja og ein­stak­linga. Sam­an get­um við leyst vand­ann.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search