Search
Close this search box.

Skerðing á þjónustu við sjúklinga kemur ekki til greina

Deildu 

Ræða heilbrigðisráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra svar.

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina. Landspítalann hefur skrifað ráðuneytinu bréf og er fyrirhugað að funda um það bréf núna á allra næstu dögum. Þar leggur Landspítalinn til tilteknar aðgerðir til að koma til móts við hallarekstur. Það er líkt og allar stofnanir þurfa að gera þegar virðist líta út fyrir hallarekstur. Skerðing á þjónustu við sjúklinga kemur ekki til álita að mínu mati sem partur af slíkum aðgerðum. Það er alveg ljóst að þegar um er að ræða halla eins og raunin er hér, þarf Landspítalinn sveigjanleika til að vinna á þeim halla á löngum tíma. Það er líka algjörlega ljóst, af því að hv. þingmaður vísar hér til heimsfaraldurs, að allur viðbótarkostnaður sem fellur til hjá Landspítala verður bættur, komi hann til vegna Covid-19. Það liggur fyrir og það liggur fyrir í fjárauka á þessu ári og það mun liggja fyrir, komi enn frekar til þess á þessu ári eða á næsta ári.

Það breytir því ekki að það er mín sýn og mitt markmið að halda áfram að byggja upp og efla opinbert heilbrigðiskerfi á Íslandi. Það hef ég gert frá því að ég tók við embætti og það mun ég gera áfram. Ég fagna öllum liðsauka í þeim efnum.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search