Search
Close this search box.

Skora á öll sveitarfélög í Kraganumað taka á móti flóttamönnum.

Deildu 

Ályktun um samræmda móttöku flóttafólks í sveitarfélögum í Kraganum

Aðalfundur kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðvesturkjördæmi 2023 fagnar þátttöku Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Mosfellsbæjar í samræmdri móttöku flóttafólks, en skorar á önnur sveitarfélög í Kraganum að taka einnig þátt. Kópavogur er næst stærsta sveitarfélag landsins og Seltjarnarnes í hópi 15 stærstu. Að mati fundarins ber þessum sveitarfélögum skylda til að axla ábyrgð sína og taka vel á móti fólki sem fær hér alþjóðlega vernd með þátttöku sveitarfélaganna í samræmdri móttöku.

Aðalfundur kjördæmisráðsins fagnar þeim samningum um samræmda móttöku flóttafólks sem félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur gengið frá með sveitarfélögum um allt land á síðustu mánuðum. Fjöldi þátttökusveitarfélaga er nú tólf. Samræmd móttaka flóttafólks er mikilvægur liður í því að aðstoða fólk sem fengið hefur alþjóðlega vernd á Íslandi að ná fótfestu hér á landi, og felur í sér aukinn fjárhagslegan stuðning ríkisins við sveitarfélög sem þátt taka. Með þátttöku fleiri sveitarfélaga í samræmdri móttöku flóttafólks er hægt að taka enn betur á móti flóttafólki og aðstoða það við að verða virkir þátttakendur í íslensku samfélagi.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search