Search
Close this search box.

Skýr áhersla skilar árangri

Deildu 

Þær góðu fréttir bárust í síðustu viku að hlut­deild endur­nýjan­legra orku­gjafa í sam­göngum hefði á árinu 2020 náð 11,4%. Þar með hefur mark­miði stjórn­valda um 10% hlut­deild endur­nýjan­legra orku­gjafa í sam­göngum fyrir árið 2020 verið náð og gott betur en það. Mark­miðið sem sett var fram í þings­á­lyktun sem sam­þykkt var á Al­þingi fyrir réttum tíu árum markaði tíma­mót og var fyrsta mark­mið stjórn­valda í orku­skiptum í sam­göngum. En þar var sett fram sú sýn að stefna ætti að orku­skiptum í sam­göngum og leysa ætti jarð­efna­elds­neyti af hólmi með inn­lendum endur­nýjan­legum orku­gjöfum.

Þessi þróun hefur tekið stökk á undan­förnum árum en árið 2020 var hlut­fall ný­skráðra ný­orku­bíla 45% hér á landi sem er næst­hæsta hlut­fall í ný­skráningum slíkra bíla í heiminum á eftir Noregi sam­kvæmt ný­birtum tölum. Orku­skipti í sam­göngum voru einn af burðarásum fyrstu að­gerða­á­ætlunar ríkis­stjórnarinnar í lofts­lags­málum sem sett var fram árið 2018 og voru út­færðar nánar í þeirri upp­færðu á­ætlun sem stjórn­völd settu fram í fyrra­sumar. Á­ætlunin vísar okkur veginn um hvernig mark­miðum Ís­lands um sam­drátt í losun gróður­húsa­loft­tegunda til ársins 2030 verður náð. Losun frá vega­sam­göngum nemur um þriðjungi allrar losunar á beinni á­byrgð Ís­lands og því brýnt að árangur náist á þessu sviði.

Ný orku­stefna markar einnig leiðina fram á við í þessum málum en í henni er skýr fram­tíðar­sýn um að hlut­deild endur­nýjan­legra orku­gjafa verði orðin 40% árið 2030 og að Ís­land verði al­farið óháð jarð­efna­elds­neyti fyrir árið 2050. Að­gerðir stjórn­valda á síðustu árum hafa mark­visst beinst að því að tryggja árangur á þessu sviði. Meðal þeirra helstu má nefna skatta­legar í­vilnanir fyrir vist­væn öku­tæki, hleðslu­stöðvar og virka ferða­máta svo sem reið­hjól, raf­magns­reið­hjól og raf­magns­hlaupa­hjól sem námu um 5,8 milljörðum í fyrra og á­ætlað er að þær verði svipaðar á þessu ári.

Við þetta styðja einnig fram­lög til að stuðla að breyttum ferða­venjum, einkum til að ef la al­mennings­sam­göngur og byggja upp inn­viði fyrir virka ferða­máta, svo sem göngu- og hjóla­stíga, en þau hafa einnig aukist um­tals­vert á liðnum árum og nema nú tæpum fimm milljörðum króna ár­lega. Þá hafa beinir styrkir til orku­skipta­verk­efna í gegnum Orku­sjóð einnig farið vaxandi á liðnum árum auk þess sem settar hafa verið reglur um sölu­skyldu endur­nýjan­legs elds­neytis.

Meðal þeirra við­bótar­að­gerða sem kynntar voru í tengslum við hert lofts­lags­mark­mið stjórn­valda í desember voru aukinn stuðningur við orku­skipti, meðal annars á sviði ferða­þjónustu og í þungaf lutningum og enn frekari stuðningur við um­hverfis­vænar al­mennings­sam­göngur og betri inn­viði fyrir virka ferða­máta.

Allar þessar að­gerðir endur­spegla þá skýru á­herslu sem ríkis­stjórnin hefur lagt á að setja lofts­lags­málin í for­gang. Sú á­hersla er að skila árangri. Lofts­lags­á­ætlun stjórn­valda byggist á raun­hæfum að­gerðum og öflugu sam­starfi við ó­líka geira sam­fé­lagsins. Nú þarf að halda á­fram á sömu braut, tryggja að lofts­lags­málin verði á­fram í fyrsta sæti á komandi kjör­tíma­bili og varða leiðina að kol­efnis­hlut­lausu Ís­landi með rétt­látum um­skiptum.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search