Search
Close this search box.

Skýr stefna fyrir íslenskan landbúnað

Deildu 

At­vinnu­vega­nefnd Alþing­is hef­ur til meðferðar þings­álykt­un um land­búnaðar­stefnu fyr­ir Ísland. Sú stefnu­mörk­un bygg­ist á vinnu síðasta kjör­tíma­bils, Rækt­um Ísland. Ásamt þeim þátta­skil­um sem hafa orðið í alþjóðlegri umræðu um fæðuör­yggi síðustu ár vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru og inn­rás­ar Rússa í Úkraínu. Um ára­bil hef­ur verið kallað eft­ir því að fyr­ir liggi skýr stefna stjórn­valda í þess­ari grein. Þetta ákall hef­ur heyrst bæði frá stjórn­mála­fólki og grein­inni sjálfri.

Stefna í land­búnaði

Stefna í land­búnaði á Íslandi hef­ur tekið breyt­ing­um í gegn­um árin. Um miðja síðustu öld var slík­ur skort­ur á bú­vör­um að í leiðara­skrif­um þessa blaðs var talað um að smjörskammt­ur­inn sæ­ist varla með ber­um aug­um. Seinna á sömu öld var fjallað um kjöt­fjöll í leiðurum fjöl­miðla. Nú um stund­ir er umræðan frek­ar á þá leið að við þurf­um að tryggja fram­leiðslu­vilja og nýliðun og sú umræða á fleira sam­eig­in­legt með umræðunni sem ríkti um miðja síðustu öld. Þó með þeirri nýbreytni að um­hverf­is­mál skipta bæði bænd­ur og neyt­end­ur nú meira máli, sem er í takti við umræðuna á alþjóðavett­vangi. Á þeim fund­um land­búnaðarráðherra sem ég sæki fyr­ir Íslands hönd er sam­búð við nátt­úr­una ásamt þeirri grund­vall­ar­spurn­ingu hvernig nýliðun í bænda­stétt verði best tryggð mikið rædd.

Af­koma bænda í heim­in­um öll­um er með þeim hætti að æ fleiri hafa af því áhyggj­ur hvernig við tryggj­um að það verði nægj­an­lega marg­ir sem vilji fram­leiða mat­inn fyr­ir okk­ur hin. Þessi umræða á sér einnig stað hér á landi. Á það er bent að afurðaverð þurfi að duga til þess að bænd­ur á Íslandi lifi í sama efna­hags­lega veru­leika og aðrir lands­menn. En jafn­framt er bent á að holl og heilsu­sam­leg mat­væli, aðgengi­leg öll­um óháð efna­hag, séu for­senda raun­veru­legs fæðuör­ygg­is. Þessi mark­mið mega ekki verða í and­stöðu, hags­mun­ir bænda og neyt­enda eru samofn­ir. Enda eig­um við í efna­hags­leg­um sam­skipt­um við bænd­ur upp á hvern ein­asta dag, 365 daga á ári.

Rétt­lát skipt­ing er nauðsyn­leg

Þannig verðum við að efla mat­væla­fram­leiðsluna, enda fjölg­ar Íslend­ing­um og mann­kyn­inu öllu stöðugt. En við verðum jafn­framt að gera það á þann hátt að auk­in mat­væla­fram­leiðsla og kröft­ugri land­búnaður rúm­ist inn­an þol­marka vist­kerf­anna. Það er best tryggt með þekk­ingu og vís­ind­um. Mörg dæmi eru síðustu ár um þetta, nú síðast í formi áforma um að út­rýma riðu með rækt­un. Einnig hef ég und­ir­ritað samn­ing við Land­búnaðar­há­skól­ann um að stíga stór skref í kyn­bót­um plantna á þessu ári. Ótal fleiri dæmi eru til sem sýna fram á sókn­ar­fær­in. Með því að form­gera stefnu­mörk­un fyr­ir inn­lend­an land­búnað á Alþingi gefst okk­ur tæki­færi til að leggja traust­ari grund­völl fyr­ir land­búnað sem er í sókn. Enda hef­ur hann all­ar for­send­ur til þess.

Svandís Svavarsdóttir, landbúnaðarráðherra.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search