Search
Close this search box.

Slakað á takmörkunum

Deildu 

Í dag tóku gildi til­slak­an­ir á sam­komutak­mörk­un­um vegna Covid-19. Með þeim tak­mörk­un­um sem hafa gilt síðustu þrjár vik­ur tókst okk­ur að koma í veg fyr­ir frek­ari út­breiðslu veirunn­ar og það er mat sótt­varna­lækn­is að nú sé tíma­bært að ráðast í var­færn­ar til­slak­an­ir. Eins og áður verðum við að gæta að okk­ar ein­stak­lings­bundnu sótt­vörn­um, þvo hend­ur vel, vernda okk­ar viðkvæm­asta fólk og virða ná­lægðarmörk. Þessi atriði skipta öllu máli þegar kem­ur að bar­áttu okk­ar við Covid-19.

Regl­urn­ar sem taka gildi í dag fela í sér að nú mega 20 koma sam­an og heim­ilt er að opna sundstaði og heilsu­rækt á ný með tak­mörk­un­um. Íþrótt­astarf og sviðslist­ir hefjast einnig á ný og skíðasvæðin geta opnað. Í skól­um breyt­ast ná­lægðarmörk á öll­um skóla­stig­um úr 2 metr­um í 1 og leik- og grunn­skóla­börn­um er nú heim­ilt að stunda skipu­lagt íþrótta-, æsku­lýðs- og tóm­stund­astarf.

Þann 9. apríl tók gildi ný reglu­gerð um aðgerðir á landa­mær­um. Sam­kvæmt henni eru skýr­ari kröf­ur gerðar um skil­yrði fyr­ir heima­sótt­kví varðandi hús­næði og um­gengn­is­regl­ur. Þeir sem ekki geta verið í heima­sótt­kví sem upp­fyll­ir sett skil­yrði þurfa að fara í sótt­varna­hús en ekk­ert gjald er tekið fyr­ir dvöl­ina. Meg­in­mark­miðið með þess­um regl­um er að lág­marka eins og kost­ur er lík­ur á því að smit ber­ist inn í landið. Mik­il­vægt er að við virðum öll regl­ur um sótt­kví og sýna­tök­ur við komu til lands­ins svo við kom­um í veg fyr­ir að veir­an ber­ist hingað til lands að utan.

Það er mjög ánægju­legt að mark­mið okk­ar um bólu­setn­ing­ar á fyrsta árs­fjórðungi náðust en við lok fyrsta árs­fjórðungs árs­ins 2021 höfðu 49.300 ein­stak­ling­ar verið bólu­sett­ir með fyrri eða báðum skömmt­um bólu­efn­is. Við höf­um nú þegar átt nokkra stóra bólu­setn­ing­ar­daga ný­verið. Í síðustu viku, þann 8. apríl, voru til dæm­is um 6.630 ein­stak­ling­ar bólu­sett­ir við Covid-19, þar af 2.330 með bólu­efni Pfizer/​Bi­oNTech og 4.301 með bólu­efni Oxford/​AstraZeneca. Sá fjöldi nam tæp­lega 2,4% þeirra 280 þúsund ein­stak­linga sem til stend­ur að bólu­setja við Covid-19. Sam­tals höfðu tæp­lega 24% þeirra sem fyr­ir­hugað er að bólu­setja fengið fyrri eða báða skammta bólu­efn­is gegn Covid-19 í gær. Það mark­mið okk­ar að ljúka bólu­setn­ing­um hér­lend­is í lok júlí stend­ur enn, og ég er bjart­sýn um að það tak­mark ná­ist.

Bar­átt­unni okk­ar við Covid-19 hef­ur oft verið líkt við fjall­göngu. Gang­an er held­ur löng og hún tek­ur á, og við höf­um ekki enn náð toppn­um. Við erum þó sann­ar­lega á réttri leið og ég er viss um að við náum á topp­inn sam­an áður en langt um líður. Við þurf­um þó áfram að sýna þol­in­mæði og sam­stöðu, treysta hvert öðru og ráðlegg­ing­um okk­ar bestu sér­fræðinga. Þannig náum við toppn­um að end­ingu.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search