PO
EN
Search
Close this search box.

Sprett úr spori

Deildu 

Fyr­ir níu dög­um skipaði ég þriggja manna sprett­hóp til þess að fara yfir og gera til­lög­ur að aðgerðum til þess að mæta al­var­legri stöðu í land­búnaði. Ljóst var orðið að grípa þurfti til ráðstaf­ana til þess að treysta fæðuör­yggi. Ástæðan er fyrst og fremst sú að inn­rás Rússa í Úkraínu hef­ur haft afar al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir aðfanga­keðju land­búnaðar á heimsvísu og þar með hér á landi. Þetta er vel dregið sam­an í skýrslu sprett­hóps­ins.

Hóp­ur­inn vann afar hratt og vel og á heiður skil­inn fyr­ir að geta tek­ist á við verk­efni af þess­ari stærðargráðu inn­an þessa þrönga tím­aramma. Þá fjall­ar hóp­ur­inn vel um þá ólíku stöðu sem er uppi í land­búnaði, þar sem sér­stak­lega sauðfjár­rækt­in er í veikri stöðu, vegna viðvar­andi lágs afurðaverðs í kjöl­far verðhruns ár­anna 2016 og 2017. Til­lög­urn­ar voru að styðja bæri land­búnað sér­stak­lega með 2,5 millj­arða fram­lagi en einnig er fjallað um um­bæt­ur til lengri tíma. Lang­tíma­mark­miðið er að treysta fæðuör­yggi á Íslandi og að stuðla að hagræðingu. Ég gerði til­lög­ur hóps­ins að mín­um en þær voru svo samþykkt­ar í rík­is­stjórn. Ég stend með bænd­um í þeim þreng­ing­um sem nú ber að garði.

Ber­skjaldaður land­búnaður

Það er ærið um­hugs­un­ar­efni að ís­lensk­ur land­búnaður sé eins út­sett­ur og raun ber vitni fyr­ir svipti­vind­um á alþjóðavísu. Við erum ekki ein um það að hugsa fæðuör­ygg­is­mál í nýju sam­hengi, það gera all­ar þjóðir nú. Inn­rás Rúss­lands hef­ur haft þau áhrif að verð á ýms­um aðföng­um hef­ur hækkað mikið og ólík­legt þykir að þær hækk­an­ir gangi til baka á næstu mánuðum. Þar er um að ræða korn­vöru, orku­verð og lík­legt má telja að áburðar­verð hald­ist áfram hátt. Þá verður lík­lega­bið á því að land­búnaðarfram­leiðsla í Úkraínu verði með eðli­leg­um hætti. Því þurf­um við núna að byrja að hugsa um næsta ár og hvernig við get­um eflt inn­lenda fram­leiðslu á korni, hvernig við get­um nýtt líf­ræn­an áburð bet­ur og bætt fæðuör­yggi með öll­um ráðum.

Mark­mið og leiðir

Oft er talað um að gott sé að ljúka spretti á feti en margt þarf að hug­leiða þegar farið er niður á fetið. Það var ákvörðun í sjálfu sér að byggja upp inn­lend­an land­búnað á þann hátt að við gerðum ráð fyr­ir hnökra­lausu aðgengi að korn­vöru. Auðvelt er að vera vit­ur eft­ir á en það má með sanni segja að við hefðum bet­ur byrjað fyrr á að ræða, af fullri al­vöru, fæðuör­yggi og hvernig við treyst­um það. En við þekkj­um það úr ís­lenskri sögu að stund­um þarf krís­ur til þess að hrinda af stað um­bót­um. Að þessu verður unnið í mat­vælaráðuneyt­inu.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search