Search
Close this search box.

Staða áætlunar um uppbyggingu hjúkrunarrýma

Deildu 

Heilbrigðisráðherra hefur sett á áætlun framkvæmdir við gagngerar endurbætur á hjúkrunarheimilunum á Patreksfirði, Ísafirði, í Neskaupsstað og í Hveragerði þar sem brýnt er orðið að bæta aðstæður og aðbúnað íbúa. Ráðuneytið hefur unnið samantekt um stöðu framkvæmdaáætlunar um uppbyggingu hjúkrunarrýma og framhald þeirrar áætlunar til ársins 2024.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í apríl 2018 áætlun um stórátak í uppbyggingu hjúkrunarrýma á landsvísu til ársins 2023. Hún fól í sér endurskoðun á eldri áætlun með auknu framkvæmdafé upp á 10,5 milljarða króna og þar með getu til að ráðast í framkvæmdir við rúmlega 300 hjúkrunarrými til viðbótar við þau byggingaráform sem áður höfðu verið kynnt. Áætlunin sem ráðherra kynnti tók því til uppbyggingar og endurbóta á tæplega 800 hjúkrunarrýmum til ársins 2023.

Í töflunni hér að neðan sést staða framkvæmda við uppbyggingu hjúkrunarheimila samkvæmt framkvæmdaáætlun til ársins 2023, auk þess sem bætt hefur verið inn í áætlunina eins og að framan greinir, með framlengingu hennar til ársins 2024. Þeim upplýsingum til viðbótar má rifja upp að nýtt hjúkrunarheimili fyrir 40 íbúa á Seltjarnarnesi var tekið í notkun fyrr á þessu ári.

Biðlistar á höfuðborgarsvæðinu að styttast 

Samkvæmt nýrri samantekt Embættis landlæknis hefur fjölgun hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu þegar leitt til þess að biðlistar hafa styst. Þess má vænta að biðlistar styttist enn frekar þegar tímabundinn rekstur 38 hjúkrunarrýma hefst á gamla Sólvangi í Hafnarfirði 1. október næstkomandi en þau verða í rekstri þar til hjúkrunarheimilið við Sléttuveg í Reykjavík verður tekið í notkun.

Í samræmi við áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma er í fjárlagafrumvarpi næsta árs gert ráð fyrir að auka framlög til uppbyggingar hjúkrunarrýma um 1,8 milljarð króna á næsta ári. Aukin framlög til reksturs hjúkrunarrýma sem leiðir af fjölgun þeirra nemur tæpum 1,9 milljörðum króna. Munar þar mestu um 99 hjúkrunarrými á nýju heimili við Sléttuveg í Reykjavík sem taka á í notkun í mars.

 HjúkrunarheimiliFjöldi rýmaÞar af ný rýmiVerkstaðaÁætluð verklok
Sólvangur Hafnarfirði601LokiðSept. 2019
Sléttuvegur í Reykjavík9999Unnið að framkvæmdum innanhússMars 2020
Árborg6025Útboð í meðferð hjá Framkvæmdasýslu ríkisins og RíkiskaupumHaust 2021
Höfn306Í hönnunVor 2021
Húsavík60 6Undirbúningur HönnunarsamkeppniHaust 2021
Stykkishólmur180Unnið að hönnunÁrslok 2021
Sólvangur gamli Hafnarfirði3333Unnið að hönnun, framkvæmdir hefjast e. opnun SléttuvegarÓvíst
Boðaþing Kópavogi6464Unnið að samningum við sveitarfélagVor 2023
Akureyri6060Unnið að samningum við sveitarfélagVor 2023
Reykjanesbær6030Unnið að samningum við sveitarfélagVor 2023
Mosfellsbær4444Í biðÓvíst
Reykjavík200200Unnið að lóðarvaliÓvíst
Samtals788568  

Taflan hér að ofan er úr meðfylgjandi greinargerð þar sem meðal annars eru birtar upplýsingar um dvalartíma íbúa á hjúkrunarheimilum, biðtíma eftir hjúkrunarrými og fleira. Eins og þar kemur einnig fram leiðir þarfagreining skýrt í ljós að þótt fjölgun hjúkrunarrýma sé nauðsynleg þarf að leggja áherslu á margvísleg önnur úrræði til að mæta vaxandi þjónustuþörf eftir því sem öldruðum fjölgar.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search