Search
Close this search box.

Staða Akureyrar og norðurslóðasetur í Reykjavík

Deildu 

Í nýend­ur­skoðaðri norður­slóðastefnu er vikið að Ak­ur­eyri sem miðstöð norður­slóðamála á Ísland og efl­ingu henn­ar. Fjöl­marg­ar stofn­an­ir, vinnu­hóp­ar og sam­tök á sviði norður­slóðamála á Ak­ur­eyri eru virk­ir þátt­tak­end­ur í inn­lendu og alþjóðlegu sam­starfi. Stofn­un Vil­hjálms Stef­áns­son­ar hef­ur unnið mik­il­vægt starf í ára­tugi sem lýt­ur að sjálf­bærri þróun á norður­slóðum. Há­skól­inn á Ak­ur­eyri er einn af stofn­end­um Há­skóla norður­slóða og hef­ur sinnt mála­flokkn­um, m.a. með náms­fram­boði í yfir tvo ára­tugi, þ.m.t. meist­ara­námi í heim­skauta­rétti. Norður­slóðanet Íslands hef­ur unnið náið með for­mennsku­teymi Íslands í norður­skauts­ráðinu og leiðir for­mennsku­verk­efni um jafn­rétt­is­mál á norður­slóðum und­ir vinnu­hóp ráðsins um sjálf­bæra þróun, jafn­framt því að leiða sér­fræðihóp um sam­fé­lags-, efna­hags- og menn­ing­ar­mál. Enn frem­ur hef­ur norður­slóðanetið stuðlað að sam­starfi á milli aðila norður­slóðanets­ins og annarra sér­fræðinga í heims­hlut­an­um. Heim­skauta­rétt­ar­stofn­un á Ak­ur­eyri stend­ur fyr­ir málþing­um um all­an heim um heim­skauta­rétt og gef­ur ár­lega út Pol­ar Law Ye­ar­book. Vinnu­hóp­ar norður­skauts­ráðsins, þ.e. vinnu­hóp­ur um líf­rík­is­vernd (CAFF) og vernd­un hafsvæða (PAME), eru með starfs­stöðvar sín­ar á Ak­ur­eyri. Þá hef­ur alþjóðlega norður­skauts­vís­inda­nefnd­in (IASC) verið með skrif­stofu á Ak­ur­eyri síðan 2016.

All­ir þess­ir aðilar hafa lengi unnið að mál­efn­um norður­slóða með ein­um eða öðrum hætti og byggt upp miðstöð þekk­ing­ar á sam­fé­lög­um norður­slóða, t.a.m. með fé­lags­vís­inda­leg­um rann­sókn­um á sjálf­bærni og sjálfs­stjórn, jafn­rétti, fé­lags­legri vel­ferð, jöfnuði og aðlög­un­ar­hæfni á tím­um lofts­lags­breyt­inga.

Fleira kem­ur við sögu

Sveit­ar­fé­lagið Ak­ur­eyri hef­ur lengi tekið þátt í alþjóðlegu sam­starfi á norður­slóðum, t.a.m. með þátt­töku í Nort­hern For­um og Youth Eco For­um, og nú ný­lega gegnt lyk­il­hlut­verki í stofn­un alþjóðlegs sam­ráðsvett­vangs bæj­ar- og borg­ar­stjóra á norður­slóðum.

Tvær rann­sókna­stöðvar hafa verið í upp­bygg­ingu á Norðaust­ur­landi, China-Ice­land Arctic Observatory (CIAO) á Kár­hóli í Reykja­dal og Rif Rann­sókna­stöð á Raufar­höfn, sem er mjög ákjós­an­leg­ur vett­vang­ur til að fylgj­ast með breyt­ing­um á vist­kerfi norður­slóða á Íslandi.

Sam­starf um Græn­lands­flug, heil­brigðisþjón­ustu við íbúa á aust­ur­strönd Græn­lands og ým­iss kon­ar at­vinnu­rekst­ur tengd­an Græn­landi hef­ur einnig litað stöðu Ak­ur­eyr­ar.

Við Há­skóla Íslands, Há­skól­ann í Reykja­vík, Land­búnaðar­há­skól­ann og aðrar stofn­an­ir í höfuðborg­inni og víðar um land fer fram ým­iss kon­ar öfl­ug og mik­il­væg starf­semi að mál­efn­um norður­slóða.

Allt þetta norður­slóðastarf þarfn­ast yf­ir­lits, al­mennr­ar og sér­tækr­ar kynn­ing­ar og frek­ara sam­starfs. Það er við hæfi að haldið sé utan um slíkt á Ak­ur­eyri um leið og fyr­ir­tæki, sveit­ar­fé­lög og ríkið leggja sín lóð á vog­ar­skál­ar enn öfl­ug­ara norður­slóðastarfs þar á bæ og ann­ars staðar í land­inu. Það ger­ist með enn betri aðstöðu og auknu fjár­magni, eft­ir því sem við á, til viðbót­ar við rann­sókna­sjóði, og ekki síst með mar­káætl­un rann­sókna sem lögð er til í hinni nýju norður­slóðastefnu. Fjöl­breytni, sam­hæf­ing, dreif­ing og upp­lýs­inga­miðlun eru allt lyk­il­hug­tök í norður­slóðastarf­inu.

Hring­borð norður­slóða

Í nýju norður­slóðastefn­unni er einnig vikið að Hring­borði norður­slóða (Arctic Circle) sem mik­il­væg­um, alþjóðleg­um sam­ræðu- og upp­lýs­inga­vett­vangi. Þar er lagt til að skapa hring­borðinu um­gjörð með stofn­un norður­slóðaset­urs á Íslandi. Það hlýt­ur að ger­ast án beinn­ar aðild­ar rík­is­ins að fjár­mögn­un og rekstri, í sam­ræmi við eðli hring­borðsins, þ.e. það nýt­ur sjálf­stæðrar fjár­öfl­un­ar án til­komu nokk­urra stjórn­valda. Enn frem­ur er ljóst, að mínu mati, að vönduð umræða og þarfagrein­ing þarf að fara fram á því hvað slíkt set­ur inni­fel­ur um­fram að vera fast aðset­ur stofn­un­ar sem held­ur ár­lega stóra ráðstefnu í Hörpu en minni ráðstefn­ur og fundi víðsveg­ar um heim­inn – og hvar slíkt aðset­ur skuli staðsett. Norður­slóðarann­sókn­ir fara fram ann­ars staðar en tengd­ar hring­borðinu og þar með ljóst að aðset­ur sér­fræðinga sem hingað koma er jafn­an vítt og breitt um land. Mennt­un í norður­slóðafræðum teng­ist mörg­um mennta­stofn­un­um hér og í öðrum lönd­um. Ísland allt og marg­ur vett­vang­ur í sér­hverju hinna land­anna sjö er í raun kjarn­inn í al­menn­ings­fræðslu og þekk­ing­ar­leit á norður­slóðum í allri sinni marg­breytni. Þess vegna ber að vanda vel all­ar ákv­arðanir er varða Ak­ur­eyri sem miðstöð norður­slóðamála ann­ars veg­ar og hins veg­ar Hring­borð norður­slóða sem helsta alþjóðlega sam­ræðuvett­vang allra er áhuga hafa á mál­efn­um norður­slóða.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search