Search
Close this search box.

Staða fatlaðs fólks kemur okkur öllum við – þín skoðun skiptir mál

Deildu 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, býður til opinna samráðsfunda um landið. Á fundunum verður fjallað um helstu áherslur í þjónustu við fatlað fólk í nútíð og framtíð og hvernig staðið verður að innleiðingu þeirra. Samráðsfundirnir hafa þann tilgang að tryggja milliliðalaust samtal um það sem fólki er efst í huga þegar málefni fatlaðs fólks ber á góma.

  • Skrá þátttöku
    Ef þörf er á táknmálstúlkun, rittúlkun eða annarri sérstakri aðstoð er mikilvægt að það komi fram við skráningu

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skuli lögfestur á kjörtímabilinu. Undir lok árs í fyrra var hleypt af stokkunum umfangsmikilli vinnu við gerð landsáætlunar til að tryggja farsæla innleiðingu samningsins. Grundvallarhugmyndin er sú að fatlað fólk, hagsmunasamtök þess, ríki, sveitarfélög og almenningur vinni saman sem jafningjar að því að móta tillögur að verkefnum sem bæta stöðu fatlaðs fólks og tengjast samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Dagskrá:

Á fundunum mun ráðherra flytja opnunarávarp og kynnt verða nokkur þeirra verkefna sem tilheyra landsáætluninni. Fulltrúar heildarsamtaka fatlaðs fólks fjalla um sínar áherslur og framtíðarsýn og starf notendaráða verður kynnt. Að lokum býður ráðherra til samtals við viðstadda um það sem þeim er efst í huga.

Málefni fatlaðs fólks koma okkur öllum við og fólk er hvatt til að mæta og taka þátt. Hér gefst einstakt tækifæri til að hafa bein áhrif á þróun þjónustu við fatlað fólks á Íslandi.

Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum:

22. maí – Reykjanesbær kl. 17 (Bíósalur í Duus-safnahúsum)

23. maí – Akureyri kl. 17 (Hof – Hamrar)

24. maí – Borgarnes kl. 17 (staðsetning augl. síðar)

21. júní – Ísafjörður kl. 12 (staðsetning augl. síðar)

22. júní – Egilsstaðir kl. 17 (staðsetning augl. síðar)

26. júní – Selfoss kl. 17 (Hótel Selfoss)

27. júní – Höfuðborgarsvæðið kl. 17 (staðsetning augl. síðar)

29. júní – Rafrænn fundur fyrir allt landið kl. 20:00

Ágúst – Sauðárkrókur (dagsetning og staðsetning augl. síðar)

Ágúst – Höfn (dagsetning og staðsetning augl. síðar)

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search