EN
PO
Search
Close this search box.

Sterk byggð á fjölbreyttum stoðum

Deildu 

Í hvoru liðinu ertu, stend­ur þú með bænd­um eða neyt­end­um? Lands­byggðinni eða höfuðborg­inni? Þetta eru spurn­ing­ar sem oft er stillt upp. Sem þingmaður Reyk­vík­inga í mat­vælaráðuneyt­inu er skoðun mín ein­föld. Bænd­ur og neyt­end­ur eru í sama liði. Við byrj­um öll dag­inn á því að eiga í sam­skipt­um við bænd­ur. Við fáum okk­ur morg­un­mat, verk­efni dags­ins eru erfiðari á fastandi maga. Þegar við vilj­um gera okk­ur dagamun þá eig­um við líka í viðskipt­um við bænd­ur, við eld­um eitt­hvað gott, hvort sem það er kjöt eða græn­meti.

Það eru því ein­föld stjórn­mál sundr­ung­ar að stilla hags­mun­um neyt­enda og bænda upp sem and­stæðum pól­um. Vissu­lega eru það hags­mun­ir beggja að mat­væla­verð sé sann­gjarnt. Ef verð á afurðum bænda er með þeim hætti að af­kom­an er eng­in þá verður eng­in nýliðun. En að sama skapi er það svo að ef verð á afurðum bænda er það hátt að þorri al­menn­ings hef­ur ekki efna­hags­legt aðgengi að þeim gef­ur eft­ir­spurn­in eft­ir. Lands­byggð og höfuðborg geta ekki án hvors ann­ars verið.

Þrátt fyr­ir þess­ar staðreynd­ir hef­ur verið viðvar­andi umræða um það á Íslandi, og raun­ar á öll­um Vest­ur­lönd­um, hvernig við tryggj­um nýliðun í land­búnaði. Að mín­um dómi verða af­komu­mál­in ekki skil­in frá sam­fé­lagi dreif­býl­is­ins. Tann­hjól sög­unn­ar snú­ast í átt til auk­inn­ar sér­hæf­ing­ar, skil­virkni og stærðar­hag­kvæmni, hvort sem er í frum­fram­leiðslu eða úr­vinnslu. Því tel ég mik­il­vægt að við sáum fræj­um fjöl­breytni í sveit­um og hlú­um að þeim þannig að fleiri stoðir séu und­ir bú­setu. Það er mark­mið þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar og einn liður í því er að setja fram aðgerðaáætl­un til að efla korn­rækt. Sér­fræðing­ar á veg­um Land­búnaðar­há­skóla Íslands hafa unnið slík drög sem kynnt verða á Hót­el Nordica þann 15. mars næst­kom­andi kl. 11. Þar verða færð rök fyr­ir því að tæki­færi í auk­inni ak­ur­yrkju séu næg ef við ber­um gæfu til þess að stíga rétt skref núna. Hingað til hef ég ekki skynjað annað en þver­póli­tíska sam­stöðu um mik­il­vægi þess að stuðla að auknu fæðuör­yggi og skjóta fjöl­breytt­ari stoðum und­ir ís­lenska mat­væla­fram­leiðslu.

Upp­bygg­ing auk­inn­ar korn­rækt­ar er liður í því. Á næst­unni mun ég einnig leggja fram á Alþingi þings­álykt­un um land­búnaðar­stefnu til árs­ins 2040, sem hef­ur verið í sam­ráði við al­menn­ing síðustu vik­ur. Þar verður horft til auk­ins fjöl­breyti­leika og fjölþættra hlut­verka land­búnaðar með skýr­ari hætti en áður hef­ur verið. Dæmi um þá fjölþættu þjón­ustu sem bænd­ur veita eða geta veitt er auk­inn ár­ang­ur í lofts­lags­mál­um, end­ur­heimt vist­kerfa og vernd­un líf­fræðilegs fjöl­breyti­leika. Sú þjón­usta, ásamt stoðum hefðbund­inn­ar mat­væla­fram­leiðslu, get­ur verið grunn­ur­inn að blóm­leg­um sam­fé­lög­um um allt land.

Höf­und­ur er mat­vælaráðherra.

Svandís Svavars­dótt­ir er matvælaráðherra.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search