Search
Close this search box.

Stiklað á stóru um kótilettur og kófið

Deildu 

Árið 2020 er auð­vitað löngu orðið sam­nefni fyrir kór­ónu­veiruna og ég vona að þeim kafla verði lokað á nýju ári. Vírus­inn hefur litað öll við­brögð okkar á árinu hvort sem við störfum í stjórn­málum eða við ann­að. 

Hér­lendis hefur bar­áttan gengið mjög vel og betur en víða erlendis en þá kemur upp í hug­ann að ýmsir hægri­menn hér og þar hafa átt afar erfitt í viður­eign­inni við veiruna. 

Nægir að nefna Boris John­son, Don­ald Trump og Jair Bol­son­aro, sem allir hafa meira að segja fengið vírus­inn. En á móti kemur fengu þessir hægrisinn­uðu höfð­ingjar fyrsta flokks hjúkrun og lyf sem standa því miður ekki öllum til boða.AUGLÝSING

En að öllu gamni slepptu minnir þetta ástand okkur á það hvað skiptir máli í líf­inu og auð­vitað mik­il­vægi sam­stöðu. Ég er sann­færð um að ástæða þess að okkur hefur gengið vel í bar­átt­unni er ekki hvað síst sú að eng­inn hefur skor­ast undan því að gera nauð­syn­legar breyt­ingar til þess að draga úr smit­hætt­u. ­Sýnir það reyndar hversu mik­ill máttur býr í sam­stöð­unn­i. 

Við þurfum óhjá­kvæmi­lega að nota þann sam­taka­mátt til fram­tíðar þar sem mörg aðkallandi og brýn við­fangs­efni bíða mannskyns­ins. Þeirra helst er bar­áttan við lofts­lags­breyt­ingar af manna­völdum og að stemma stigu við hnignun líf­ríkis og nátt­úru. 

Að því marki sem árið hefur ekki verið litað af bar­átt­unni við Covid19 hefur bar­áttan við lofts­lags­vána verið mér afar hug­leikin en að mörgu leyti eru þetta tvær hliðar á sama pen­ingn­um. Það á ekki ein­vörð­ungu við um þau verk­efni sem ég sinni í borg­inni heldur hef ég verið óþreyt­andi við að pota í fólk í kringum mig. 

Ég held til dæmis að Birkir Jón, bæj­ar­full­trúi í Kópa­vogi og sam­starfs­fé­lagi minn í stjórn Sorpu, sé löngu orð­inn þreyttur á mér þegar ég reyni að sann­færa hann um að hætta að borða kóti­lettur í annað hvert mál.

Næstu ár verða eflaust erfið og þung í vöfum þar sem við munum enn þurfa að kljást við afleið­ing­arnar af vírusn­um. Atvinnu­leysi er enn hátt og mik­il­vægt að ná því niður svo að við getum tryggt lífs­kjör til fram­tíð­ar. En það birtir hins vegar til og ég er bjart­sýn á að við komum sterk út úr far­aldr­inum að lok­um. 

Það er gott til þess að hugsa að hið opin­bera hefur gripið ræki­lega inn í með marg­þættum aðgerðum fyrir íbúa þessa lands bæði til þess að tryggja atvinnustigið og áfram­hald­andi vel­ferð og á þetta við um jafnt ríkið sem Reykja­vík­ur­borg. En það sem 2020 kenndi mér og er hvað minn­is­stæð­ast er að missa aldrei trúna á fólk og sam­taka­mátt­inn og hvað sam­vera og tím­inn með fólki sem manni þykir vænt um og elskar eru dýr­mæt.

Líf Magneudóttir, odd­viti Vinstri grænna í borg­ar­stjórn Reykja­víkur

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search