PO
EN

Stillum áttavitann í fiskeldismálum

Deildu 

Það eru göm­ul sann­indi og ný að ef þú veist ekki hvert þú stefn­ir skipt­ir engu máli hvaða leið þú vel­ur. Síðustu ár hef­ur orðið æv­in­týra­lega hröð upp­bygg­ing í fisk­eldi. Haldi þessi þróun áfram verður eld­islax­inn orðinn mik­il­væg­asti nytja­stofn lands­ins í efna­hags­legu til­liti eft­ir fá­ein ár. Sam­hliða þess­um öra vexti hef­ur lít­il stefnu­mót­un um fisk­eldi verið unn­in af hálfu stjórn­valda. Hvernig vilj­um við sjá þenn­an at­vinnu­veg þró­ast á næstu ára­tug­um? Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar er kveðið á um að í þessa stefnu­mót­un skuli ráðast á kjör­tíma­bil­inu. Mín sýn í þess­um mál­um er ein­föld; tæki­færi fisk­eld­is á Íslandi eru fyrst og fremst fólg­in í því að byggja upp fisk­eldi á sjón­ar­miðum sjálf­bærni. Þessi mik­il­væga stefnu­mót­un er far­in af stað og verður unn­in hratt og vel.

Þríþætt at­hug­un

Ég hef sett af stað þrjú verk­efni sem tengj­ast stefnu­mót­un í fisk­eldi. Í fyrsta lagi óskaði ég eft­ir því í fe­brú­ar að Rík­is­end­ur­skoðun myndi fara í saum­ana á stjórn­sýslu ráðuneyt­is­ins og und­ir­stofn­ana er tengj­ast fisk­eldi. Í öðru lagi óskaði ég eft­ir því að staða fisk­eld­is á Íslandi í dag yrði kort­lögð til þess að við get­um út­búið stefnu­mörk­un­ina á bestu mögu­legu upp­lýs­ing­um. Ráðgjaf­ar­fyr­ir­tækið Bost­on Consulting Group sér um að vinna þessa kort­lagn­ingu, með ít­ar­legu sam­ráði við inn­lenda hag­hafa, og mun skila af sér í nóv­em­ber. Í þriðja lagi setti ég á fót hóp sem hef­ur það hlut­verk að yf­ir­fara smit­varn­ir í fisk­eldi á Íslandi og hvernig við get­um komið í veg fyr­ir að smit­sjúk­dóm­ar valdi frek­ara tjóni til framtíðar. Afurð þess­ara verk­efna verður heild­stætt yf­ir­lit um hvaðan við kom­um og hvert við vilj­um fara. Þegar við höf­um ákveðið hvert við vilj­um fara þá get­um við stillt átta­vit­ann og farið rétta leið.

Ýmis­legt at­huga­vert í reglu­verk­inu

Að mörgu er að hyggja og mikið hef­ur verið rætt um gjald­tök­una. Við þurf­um að sjá til þess að tekj­urn­ar sem fisk­eldið skap­ar skipt­ist á rétt­lát­an hátt. Pláss í fjörðum er afar tak­mörkuð auðlind sem sam­fé­lagið á sam­an og því þarf að gæta að því að skipt­ing­in stand­ist skoðun. Sveit­ar­stjórn­ar­full­trú­ar fisk­eld­is­sveit­ar­fé­laga hafa kallað eft­ir því að fyr­ir­komu­lag Fisk­eld­is­sjóðs verði end­ur­skoðað. Einnig hef­ur verið bent á fleiri mögu­leika til gjald­töku af fisk­eldi. Hvaða leið sem verður val­in er ljóst að fyr­ir­komu­lag Fisk­eld­is­sjóðs verður ekki und­an­skilið í stefnu­mót­un­inni.

Með því að stilla átta­vit­ann sjá­um við til þess að upp­bygg­ing fisk­eld­is á Íslandi verði á for­send­um sjálf­bærni. Með því get­um við bet­ur tryggt að fisk­eldi verði hluti af lausn­inni í því verk­efni að brauðfæða mann­kyn sem fjölg­ar – án þess að fórna nátt­úr­unni.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search