Search
Close this search box.

Stjórn VG í Kópavogi samþykkti eftirfarandi ályktun 15. júní 2022

Deildu 

Stjórn VG í Kópavogi samþykkti eftirfarandi ályktun 15. júní 2022

Stjórn VG í Kópavogi tekur undir ályktun VG og óháðra í Skagafirði frá 14. júní gegn því að jökulárnar í Skagafirði verði færðar úr verndarflokki í biðflokk í rammaáætlun og tekur jafnframt undir kröfur um að Kjalölduveitu sé haldið í verndarflokki.

Hins vegar ber að fagna því að Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í Þjórsá ásamt Skrokköldu eru færðar úr nýtingarflokki í biðflokk. Full ástæða hefði verið til að láta hið sama gilda um Hvammsvirkjun og sama má segja um Hvalárvirkjun á Ströndum og Austurgilsvirkjun í Ísafjarðardjúpi.

Rammaáætlun er mikilvægt tæki. Það er hart að það þurfi að verja hana með pólitískum hrossakaupum og eftirgjöf þeirra sem vilja standa vörð um náttúruna. Það er því mikilvægt að umhverfissinnar, hvar í flokki sem þeir standa, sameinist í vörn og sókn gegn þeim virkjanasinnum sem engu vilja eira.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search