Ragnar Auðun Árnason, formaður VG í Reykjavík lætur af embætti á næstu dögum og flytur til Finnlands, til að stunda nám í norrænum og evrópskum stjórnmálum við Háskólann í Helsinki.
Boðað hefur verið til aðalfundar VGR 10. september, þar sem ný stjórn verður kosin. Áætlað er að halda hefðbundinn fund, en ekki fjarfund, svo framarlega sem ekki verður hert á reglum vegna kórónuveirufaraldursins. Eins og ævinlega er félögum VG ráðlagt að fylgjast vel með, ef reglur skyldu verða hertar eða staðan breytast á annan hátt fyrir 10. sept. Nýjustu upplýsingar er alltaf hægt að finna á vg.is og með því að hafa samband við skrifstofu VG sem á að hafa yfirsýn yfir breytingastjórnun sem oft þarf að grípa til á óvenjulegum tímum.
Nýr formaður og nokkrir meðstjórnendur verða kosnir á aðalfundi VGR, svo nú er tækifærið til að gefa sig fram til starfa fyrir Vinstri græn í Reykjavík. Sem er einstaklega spennandi nú þegar kosningaár er framundan.
Það er best gert með því að hafa samband við VGR og kjörnefnd sem í sitja Ragnar Auðun fráfarandi formaður og Gerður Gestsdóttir, stjórnarmaður.