PO
EN

Stjórnin? Hún er ekkert að gera

Deildu 

Okk­ur er ít­rekað sagt, í fjöl­miðlum og á Alþingi, að stjórn­völd þjá­ist af stefnu­leysi og van­mætti, bæði fyr­ir far­ald­ur­inn og nú í hon­um. Í raun­heim­um skul­um við sem snöggv­ast horfa til Ölfuss sem er um 2.300 manna sam­fé­lag. Þar er nú haf­in upp­bygg­ing sam­kvæmt at­vinnu­stefnu og lang­tíma­sýn sem á sér ræt­ur hjá rík­is­stjórn­inni, ein­beitt­um áhuga sveit­ar­stjórn­ar Ölfuss og fjöl­margra íbúa. Verið að und­ir­búa auk­inn vatns­út­flutn­ing (Ice­land Glacial) og kol­efnis­jöfn­un hans, byggja upp 5.000 tonna lax­eldi á landi í tveim­ur áföng­um (Land­eldi) og stefnt að stór­felldri yl­rækt til út­flutn­ings í sam­vinnu við yl­rækt­ar­bænd­ur á Suður­landi. Í auðlindag­arði Orku nátt­úr­unn­ar á Hell­is­heiði er að finna merka og vax­andi þör­unga­rækt sem skil­ar omega-3-fitu, próteini og fleiri afurðum sprota­fyr­ir­tæk­is­ins Vaxa. Nýtt þekk­ing­ar- og þró­un­ar­set­ur hef­ur tekið til starfa í Þor­láks­höfn og bætt hafn­araðstaða til út­flutn­ings í Þor­láks­höfn hef­ur laðað að Smyr­il Cargo Line með sín­ar reglu­bundnu flutn­inga­ferðir.

Þetta allt end­ur­spegl­ar at­vinnu­stefnu stjórn­valda, eins fjöl­breytt og hún er, öfl­uga ný­sköp­un­ar­stefnu og nýja sjóði, langþráða mat­væla­stefnu, metnaðarfulla sam­göngu­áætlun, vist­væna orku­stefnu og lofts­lagsvæn­ar aðgerðir. Fram­far­irn­ar minna okk­ur á fjöl­mörg tæki­færi sem bíða í Suður­kjör­dæmi, allt frá Suður­nesj­um til Hafn­ar í Hornafirði, og einnig á sjálf­an raun­veru­leik­ann. Hann felst ekki í stór­yrðum allt of margra í stjórn­ar­and­stöðunni um stefnu­leysi og getu­leysi stjórn­valda. Slík orð ala því miður á rugl­ingi, reiði og sundr­ungu á erfiðum tím­um. Þar horf­um við í and­lit lýðhyggj­unn­ar, eða lýðskrums­ins, þar sem stjórn­mála­menn taka að sér að deila og drottna. Sem sagt: Verið er að halla réttu máli með raka­laus­um full­yrðing­um, frammi fyr­ir raun­veru­leik­an­um sem blas­ir við. Upp­bygg­ing­in ein­angr­ast ekki við Ölfus. Áhersl­ur á mennt­un, rann­sókn­ir, innviðafjár­fest­ing­ar, ný­sköp­un í öll­um at­vinnu­grein­um, nýj­ar at­vinnu­grein­ar og græn­ar áhersl­ur eru stefnumið stjórn­valda fyr­ir landið allt. Það er því ekki um skort á mark­miðum og van­mátt stjórn­valda að ræða, þvert á móti. VG legg­ur ríf­lega sitt af mörk­um í sam­ræmi við stjórn­ar­samn­ing flokk­anna þriggja eins og hæf­ir fé­lags­leg­um stefnumiðum, jafn­rétti og um­hverf­is­vernd.

Þessi orð mín eru svar við órétt­mætri og inn­an­tómri gagn­rýni. Þau eiga að vera áminn­ing til allra sem hafa áhuga á stjórn­mál­um að máta raun­veru­leik­ann við sí­bylj­una um van­heilsu rík­is­stjórn­ar­inn­ar, van­getu og vanefnd­ir. Sam­steypu­stjórn er vett­vang­ur mála­miðlana og er byggð á trausti. Und­an því kemst eng­inn flokk­ur á þingi sem tek­ur að sér fram­kvæmda­vald.

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG í Suðurkjördæmi.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search