PO
EN

Stjórnvöld taki mannúðlega afstöðu í reynd með þeim sem biðja um alþjóðlega vernd

Rósa Björk

Deildu 

Staðan við landa­mæri Grikk­lands og Tyrk­lands er óbæri­leg. Eftir linnu­lausar árásir Rússa og Tyrkja á Idlib-hérað í Sýr­landi und­an­farnar vikur hafa um 900 þús­und manns flúið það­an, lang­flestir að landa­mærum Tyrk­lands. Og Erdogan, Tyrk­lands­for­seti, hefur gjör­nýtt sér þessa stöðu og margt bendir til þess að tyrk­nesk yfir­völd hafi hvatt flótta­menn til að fara yfir grísku landa­mær­in, bæði land­leið­ina og sjó­leið­ina. Grikk­land brást hart við og stöðv­uðu um 24 þús­und manns við landa­mær­in, enda hafa grísk stjórn­völd ekki ráðið við þann fjölda flótta­fólks sem hafa flúið borg­ara­stríðið í Sýr­landi und­an­farin ár og flótta­fólk sem hefur komið frá Afganistan og Írak og munu ekki ráða við meir. Um það vitnar óboð­legt ástand á grísku eyj­unni Les­bos, þar sem flótta­manna­búðir eru löngu sprungn­ar, ástandið þar væg­ast sagt hörmu­legt og aðstæður fólks þar ömur­leg­ar. 

Spennan við landa­mæri Grikk­lands og Tyrk­lands hefur verið gríð­ar­leg, ásak­anir á báða bóga um að ann­ars­vegar hafi gríska landamæra­lög­reglan skotið á flótta­fólk sem kom yfir landa­mærin og sjó­leiðis og hins vegar að tyrk­nesk stjórn­völd leið­beini flótta­fólki hvernig fara eigi yfir landa­mærin og hvetji það óspart til þess. Fundir Pútíns og Erdogan um helg­ina og vopna­hlé í Idlib, gefa vonir um að árás­unum þar linni um stund og hætti von­and­i. 

Skammar­leg­asti samn­ingur sem ESB hefur gert

Það var bara tíma­spurs­mál hvenær Erdogan myndi nota spilið á Evr­ópu sem hann hefur haft uppi í erminni. Spilið er samn­ing­ur­inn við Evr­ópu­sam­bandið frá 2016 um að Tyrk­land myndi halda 3,2 millj­ónum flótta­fólks sem flúði hörmu­legt stríð hjá sér, í stað þess að leyfa þeim að flýja áfram upp Evr­ópu og láta þau lönd taka á móti þeim. Evr­ópu­sam­bandið borg­aði sig frá því að axla mann­úð­lega ábyrgð á flótta­fólki í neyð sem flúði skelfi­legt Sýr­lands­stríð­ið, því ekki náð­ist sam­komu­lag meðal allra ESB land­anna um að taka við fólk­inu. Sum lönd í Evr­ópu­sam­band­inu öxl­uðu þó sann­ar­lega ábyrgð eins og Þýska­land sem tók við rúm­lega milljón Sýr­lend­ing­um. Sú ákvörðun varð þó Ang­elu Merkel afar erfið póli­tískt.  Sví­þjóð stóð líka sína plikt með því að taka á móti um 170 þús­und Sýr­lend­ingum á flótta en það sama gerð­ist þar og í Þýska­landi, hægri-öfga öflin í Sví­þjóð mis­not­uðu neyð fólks á flótta og mann­úð­ina sem þeim var sýnd, til að ala á hat­ri, ótta og andúð á inn­flytj­end­um. Allt sér í hag til að vinna sér fylgi hjá ótta­slegnum kjós­endum sem vissi ekki hvað það var hrætt við. AUGLÝSING

Og nú- eftir margar hót­anir til Evr­ópu­ríkja – hafa tyrk­nesk stjórn­völd sýnt hvers þau eru megn­ug. Eftir mikið mann­fall Tyrkja í Norð-Vestur Sýr­landi, hvar Tyrkir höfðu reynt að skapa öruggt svæði til að snúa til­baka hund­ruðum þús­unda Sýr­lend­inga sem Tyrkir tóku á móti vegna stríðs­ins, þá gáfust þeir upp og tóku ákvörðun um að hleypa flótta­fólki frá Sýr­landi áfram með því að opna landa­mæri sín til Evr­ópu. Það sem margir Evr­ópu­búar ótt­ast mest. 

Samn­ing­ur­inn hefur alls ekki verið auð­veldur fyrir Tyrki, heldur mikið álag á tyrk­neskt sam­fé­lag og skapað póli­tíska og efna­hags­lega spenn­u. 

Og álagið vegna Sýr­lands­stríðs­ins hefur líka verið gríð­ar­legt á Grikk­land. Skömmu eftir þjóð­ar­gjald­þrot Grikk­lands bætt­ist við fjöld­inn allur af fólki að flýja stríðs­rekst­ur, dráp, hræði­lega eymd og algjöra eyði­legg­ingu heima­haga sinna og leita verndar hjá Grikkjum sem varla höfðu náð að byggja upp inn­viði sína eftir fjár­hags­hrun þeirra. 

Ólíð­andi að Ísland sendi fólk aftur Grikk­lands við núver­andi aðstæður

Grísk stjórn­völd hafa þó reynt sitt besta við erf­iðar aðstæð­ur, en nú er svo við­búið að Grikkir geta ekki meir. Neyð­ar­kall barst frá grískum stjórn­völdum fyrir nokkrum dögum sem meðal ann­ars báðu Evr­ópu­ríki alla­vega að taka við eitt­hvað af þeim 20 þús­und börnum sem eru á flótta innan Grikk­lands…Finnsk stjórn­völd, frönsk stjórn­völd og portú­gölsk stjórn­völd hafa brugð­ist við og ræða hvernig þau geta aðstoðað Grikki og þýsk stjórn­völd hafa til­kynnt að þau muni taka á móti 1000-1500 flótta­börnum sem eru í Grikk­land­i. 

Og hvað gerir Ísland ? Íslensk stjórn­völd ætla ekki að svara neyð­ar­kalli Grikkja og taka við eitt­hvað af þeim börn­um. Nei, íslensk stjórn­völd ætla að standa fyrir því að fimm barna­fjöl­skyldur verði sendar aftur til Grikk­lands, jafn­vel þó þessar barna­fjöl­skyldur hafi óskað eftir því að vera frekar á Íslandi og byggja upp sitt líf hér. For­eldrar barna sem telja sig geta veitt börnum sínum miklu betra og örugg­ara líf á Íslandi en á Grikk­landi, jafn­vel þó að þau hafi fengið stöðu hæl­is­leit­enda þar í landi sem veitir þeim ákveðin rétt­ind­i. 

Því staða fyrir flótta­fólk og hæl­is­leit­endur í Grikk­landi er óboð­leg við núver­andi aðstæð­ur. 

Við Íslend­ingar ætlum greini­lega ekki að sýna sam­stöðu með ríkjum sem hafa reynt að axla þús­und­falt meiri ábyrgð en við þegar kemur að mót­töku flótta­fólks frá stríðs­hrjáðu Sýr­landi síð­ast­liðin ár heldur vísa fólki þangað og segja við Grikki; „Gjörið svo vel, við höfum ekk­ert með þetta fólk að gera, þið getið sinnt skyldu ykk­ar.“ 

En það sem er mun verra er að íslensk stjórn­völd ætla greini­lega ekki heldur að sýna sam­stöðu með börnum sem hafa flúið óboð­legar aðstæður með for­eldrum sínum og óska eftir því að lifa sínu lífi hér. 

Það er komin tími til að rík­is­stjórn Íslands taki skýra ákvörð­un. Ákvörðun um að sýna mann­úð, veita börnum skjól og standa við alþjóð­legar skuld­bind­ingar sín­ar. Með því að setja niður stefnu í mál­efnum flótta­fólks en ekki bregð­ast við í ein­staka mál­um. Ekki láta end­ur­skoðun útlend­inga­laga halda áfram að lafa í ein­hverju gervi­-­ferli, heldur taka skýra ákvörðun um mannúð og fylgja henni í raun og veru. Því mikil verður skömm íslenskra ráða­manna ef fjöl­skyldum og börnum á flótta í leit að mann­sæm­andi lífi verður í enn eitt skiptið vísað frá Íslandi í óviss­una. 

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þing­maður og vara­for­maður flótta­manna­nefndar Evr­ópu­ráðs­þings­ins. 

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search