EN
PO
Search
Close this search box.

Geðheilsuteymi í fangelsum stofnað

Deildu 

Efla á geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um að stofna sérhæft þverfaglegt geðheilsuteymi fanga. 70 milljónir króna verða settar í verkefnið á næsta ári.

Samkomulagið var undirritað í fangelsinu á Hólmsheiði í dag. Teymið sem á að mynda til að sinna geðheilbrigðisþjónustu við fanga verður hreyfanlegt og á líka að nýta tæknilausnir á sviði fjarheilbrigðisþjónustu til að sinna föngum. 

Geðheilsuteymið verður mannað geðlæknum, sálfræðingum, hjúkrunarfræðingum og öðrum fagstéttum eftir því sem við á.

Geðheilsuteymi fanga verður hluti af opinbera heilbrigðiskerfinu og rekið á vettvangi heilsugæslunnar. Stjórnvöld segja að það samræmist ábendingum nefndar Evrópuráðsins um varnir gegn pyntingum og ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Nefndin fann í sumar að fyrirkomulagi geðheilbrigðisþjónustu við fanga. Í framhaldi af því var ákveðið að breyta áherslum áður en gengið yrði frá samningi um áframhaldandi geðheilbrigðisþjónustu.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search