EN
PO
Search
Close this search box.

Stórar spurningar um ríkisábyrgð og pólítík

Rósa Björk

Deildu 


Það er ekki á hverjum degi sem Alþingi fær til umfjöll­unar rík­is­á­byrgð á einka­fyr­ir­tæki. Það er mjög sjald­gæft og hefur orðið kveikja að hápóli­tískum deil­um, líkt og þegar rík­is­á­byrgð vegna fyr­ir­tæk­is­ins deCode kom til kasta þings­ins. Sömu­leiðis olli rík­is­á­byrgð í tengslum við afskap­lega umdeildar fram­kvæmdir Lands­virkj­unar við Kára­hnjúka miklum deil­u­m.  

Nú erum við kjörnir full­trúar að taka til umfjöll­unar rík­is­á­byrgð á lána­línum til einka­fyr­ir­tæk­is­ins Icelandair Group sem getur numið allt að 108 millj­ónum Banda­ríkja­doll­ara. Að auki þarf að breyta lögum um rík­is­á­byrgð sem sýnir þung­ann í mál­in­u. 

For­stjóri Icelandair hefur sagt að það væri brýnt að þing­leg með­ferð máls­ins gangi hratt og örugg­lega fyrir sig. En það er líka afskap­lega brýnt að þjóð­þingið og kjörnir full­trúar gefi sér þann tíma sem þarf í vand­aða þing­lega með­ferð máls­ins þó svo að honum og aðstand­endum fyr­ir­tæk­is­ins liggi á. Hér er um að ræða rík­is­á­byrgð á fjár­munum almenn­ings til handa einka­fyr­ir­tæki og því þurfa menn að bera virð­ingu fyr­ir. AUGLÝSING

Óvissu­þætt­irnir

Það þarf líka að vanda vel til verka í með­ferð máls­ins á Alþingi, því það eru óvissu­þættir sem þingið þarf að fjalla fag­lega um og fá svör við eins og: 

  • Hver sé geng­is­á­hætta rík­is­á­byrgð­ar­innar þegar upp­hæðin sem þingið á að ábyrgj­ast er í erlendri mynt en ekki íslenskum krón­um. Ætlar íslenska ríkið að sitja uppi með áhætt­una af sveiflum krón­unnar á þeim tíma sem ábyrgðin stendur eða ætlar það að festa ábyrgð sína í ákveð­inni tölu í íslenskum krón­um? 
  • Af hverju rík­is­á­byrgð sé á lána­línu fyrir alla sam­stæðu Icelandair Group hf. en ekki bara til flug­fé­lags­ins? Það þarf að skýra hvernig það sam­ræm­ist eðli­legum sam­keppn­is­sjón­ar­miðum gagn­vart öðrum hót­el­keðjum eða ferða­skrif­stof­um. 
  • Í þriðja lagi eru það trygg­ing­arnar fyrir end­ur­heimt­ingu á rík­is­á­byrgð­inni, sem eru veðin í vöru­merkjum félags­ins og dótt­ur­fé­lags­ins, vefslóð þess­ara félaga og lend­ing­ar­heim­ildir á tvö áfanga­staði. Hvort þetta sé að verð­mæti 15 millj­arða leikur mik­ill efi á, og bendir til að mynda Rík­is­end­ur­skoðun í umsögn sinni um málið á þetta vafa­at­rið­i. 
  • Í fjórða lagi þarf að vera ljóst – eins og hægt er – hvað ger­ist ef hluta­fjár­út­boðið í sept­em­ber heppn­ast ekki. Hvað ef bara hluti af tak­mark­inu næst? Hvert er þá plan B? Við þessum spurn­ingum þarf þingið að fá svör. 

Ekk­ert pláss fyrir úr sér gengnar nýfrjáls­hyggju­hug­myndir

Á þeim ótrú­legu tímum sem við lif­um, hafa rík­is­stjórnir um allan heim þurft að glíma við þann mikla rekstr­ar­vanda sem ferða­þjón­usta og flug­fé­lög hafa orðið fyrir vegna Covid-19. Rík­is­stjórnir í Evr­ópu hafa brugð­ist við með ýmsum útfærslum á rík­is­stuðn­ingi. Flestar hafa þær farið í að veita rík­is­stuðn­ing með því að eign­ast hlut í flug­fé­lög­unum eða auka við hann og skil­yrða rík­is­stuðn­ing­inn með skýrum og ströngum skil­yrð­um. Jafn­vel tíma­bund­ið. Eitt­hvað sem er greini­legt að fjár­mála­ráð­herra Íslands og flokkur hans er alveg ein­stak­lega mót­fall­inn, jafn­vel mót­falln­ari en syst­ur­flokkar fjár­mála­ráð­herra í Evr­ópu. 

Það er engin ástæða að hafna þess­ari leið, því á þeim tímum sem við lif­um, þá er ekk­ert pláss fyrir neina nýfrjáls­hyggju eða aðra hug­mynda­fræði sem er löngu úr sér gengin þegar kemur að rík­is­af­skiptum á krísu­tímum af stórum og þjóð­hags­lega mik­il­vægum fyr­ir­tækjum á borð við Icelanda­ir. Ríkið á hins­vegar ekki ein­göngu að bjarga fyr­ir­tækjum og taka á sig tap­ið, heldur tryggja að almanna­fénu sé vel varið í ábyrgð­ina. En þarna koma stjórn­málin inn í og hug­mynda­fræðin til sög­unn­ar. 

Hægri­menn í Evr­ópu með skýr­ari skil­yrði fyrir rík­is­að­stoð en íslenskir

Dæmi um skýrar aðgerðir rík­is­stjórna í Evr­ópu til að styðja við flug­fé­lög er þegar franska og hol­lenska rík­is­stjórnin settu um 10 millj­arða Evra í rík­is­að­stoð til flug­fé­lags­ins Air France-KLM um mán­að­ar­mótin apr­íl-maí síð­ast­lið­inn vegna áhrifa kór­óna­vírus­ins ​​á flug­geir­ann og eign­uð­ust alls 28% hlut í flug­fé­lag­in­u. 

Franska rík­is­stjórnin sam­þykkti 7 millj­arða evra lána­pakka sam­an­settan af blöndu af beinum lánum og rík­is­á­byrgð á lána­línum fyrir flug­fé­lagið á meðan hol­lenska rík­is­stjórnin veð­setti allt að 4 millj­örðum Evra til aðstoðar flug­fé­lag­in­u. 

Og það voru skýr skil­yrði bæði af hálfu frönsku rík­is­stjórn­ar­innar og þeirrar hol­lensku fyrir rík­is­að­stoð­inni – meðal ann­ars um að „Air France-KLM verði umhverf­is­væn­asta flug­fé­lagið á jörð­inni“ með því að bæta við núver­andi skuld­bind­ingar til að draga úr losun koltví­oxíðs um 50 pró­sent árið 2024. Einnig voru skýrar kröfur um að lækka launa­kostnað stjórn­ar­innar og að engar arð­greiðslur eigi sér stað, en síð­ast en ekki síst kröfur um sæti í stjórn þar sem rekstr­ar­legar ákvarð­anir eru teknar um fyr­ir­tæk­ið. Þar með hafi full­trúar frönsku og hol­lensku rík­is­stjórn­ar­innar áhrif á það hvernig við­spyrna flug­fé­lags­ins verður með enn meira almannafé í fartesk­inu en áður.

Svona hljóðar þessi rík­is­að­stoð rík­is­stjórnar franska frjáls­lynda miðju­manns­ins Emmanuel Macron og hol­lenska íhalds­sama hægri­manns­ins Mark Rutte. Og rík­is­stjórn Þýska­landskansl­ara, hægri kristi­lega demókratans Ang­elu Merkel, ákvað að veita rík­is­að­stoð í sumar upp á 9 millj­arða Evra í stað­inn fyrir 20% hlut í félag­inu og neit­un­ar­vald í stjórn félags­ins. 

Hvaða skil­yrði fyrir íslenskri rík­is­á­byrgð?

Ég hefði frekar viljað sjá þessa leið farna í þessu frum­varpi hér um rík­is­að­stoð til einka­fyr­ir­tæk­is­ins Icelanda­ir, að íslenska ríkið eign­að­ist frekar hlut í flug­fé­lag­inu Icelanda­ir. Til að tryggja sæti rík­is­ins í stjórn félags­ins og að rík­is­á­byrgð­inni fylgi skýr­ari skyldur fyrir fyr­ir­tæk­ið. Til að ríkið geti tryggt enn betur að rík­is­á­byrgð­inni sé varið til aðgerða sem gagn­ast almenn­ingi og að almanna­fénu sé vel varið í rekstr­ar­legar aðgerðir og ákvarð­an­ir. 

En ekki síð­ur, til að almenn­ingur geti átt hlut í fjár­hags­legum bata fyr­ir­tæk­is­ins þegar að því kem­ur. Ekki bara setja gríð­ar­lega háar fjár­hæðir af almannafé útsett fyrir lána­línu til einka­fyr­ir­tæk­is. Sem bæt­ast svo við þau efna­hags­legu úrræði sem rík­is­stjórnin hefur komið í gagnið sem Icelandair hefur verið stærsti ein­staki not­andi að. 

Það eru ekki mjög ströng skil­yrði fyrir 15 millj­arða rík­is­á­byrgð­inni til Icelandair Group hf.  nema almennt orða­lag um að „al­mannafé og áhætta rík­is­ins verði tak­mörkuð við það sem þjóni opin­berum hags­mun­um, en hafi ekki að mark­miði að verja hag hlut­hafa“. 

Stjórn­endur Icelandair ákváðu sjálf að lækka launa­kostnað sinn, sem er gott og til eft­ir­breytni, en ekk­ert er t.d. kveðið á um græn – loft­lagsvæn skil­yrði fyrir rík­is­á­byrgð­inni á lána­lín­unni eða um að stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins hegði sér í sam­ræmi við lög um íslenskan vinnu­rétt. Eitt­hvað sem ætti auð­vitað alls ekki að þurfa að setja sem skil­yrði í íslenskan laga­frum­varps-texta þar sem fyr­ir­tæki skráð á Íslandi þurfa að lúta íslenskum lögum um vinnu­mark­aðs­mál, en kannski full ástæða að gera nú þegar horft er til óboð­legrar fram­komu stjórn­enda Icelandair í garð flug­freyja og flug­þjóna í þeirra kjara­bar­áttu. Fram­koma sem á eftir að draga dilk á eftir sér á íslenskum vinnu­mark­að­i. 

Rík­is­styrkur í formi rík­is­á­byrgðar á lána­línur án skýr­ari krafna eða skil­yrða er að mínu mati ekki besta leiðin í þess­ari stöðu. Með því að eign­ast tíma­bund­inn hlut í flug­fé­lagi væri ríkið að hafa mun meiri áhrif á við­spyrnu, rekstur og sam­fé­lags­lega hegðun á þjóð­hags­lega mik­il­vægu fyr­ir­tæki sem Icelandair er. 

Af hverju má ríkið ekki eign­ast hlut í flug­fé­lagi?

Og þegar þing­menn og ráð­herrar tala snúð­ugt á móti um að þá sé bara lausnin að eign­ast rík­is­flug­fé­lag, eins og það væri það versta sem myndi ger­ast, þá spyr ég á móti, er það ekki bara í lagi? Er það ekki einmitt nauð­syn­legt að íslenska ríkið eign­ist vænan hlut í flug­fé­lagi? Líkt og finnska ríkið á 55,8% hlut í Finnair sem er eitt verð­mætasta flug­fé­lag í Evr­ópu eða flug­fé­lag Nýja Sjá­lands hvers 52% hlutur er í eigu nýsjá­lenska rík­is­ins, eða tíma­bund­inn hlutur franskra, hol­lenskra og þýskra stjórn­valda í þar­lendum flug­fé­lög­um?

Jafn­vel tíma­bund­inn hlutur íslenska rík­is­ins í flug­fé­lagi sem glímir við gríð­ar­lega erf­iðar aðstæð­ur, sem íslenska ríkið gæti svo selt þegar fyr­ir­tækið rís von­andi aftur á fætur er bara alls ekki slæm hug­mynd. Þvert á móti. Hvað þá fyrir ríki sem er á eyju í Atl­ants­hafi sem reiðir sig gríð­ar­lega mikið á flug­sam­göngur í sam­skiptum okkar við umheim­inn. 

Og einmitt í ljósi þess hversu þjóð­hags­lega mik­il­vægt flug­fé­lagið er vegna land­fræði­legrar legu Íslands, er sú póli­tíska hræðsla um að ríkið eigi hlut í þjóð­hags­lega mik­il­vægu fyr­ir­tæki gagn­rýni­verð að mínu mati.

Mik­il­vægt að styðja við þjóð­hags­lega mik­il­væg fyr­ir­tæki

Það er ljóst að flug­fé­lagið Icelandair er þjóð­hags­lega mik­il­vægt fyr­ir­tæki fyrir Ísland en líka mik­il­vægt þjóðar­ör­ygg­is­lega vegna land­fræði­legrar legu okkar og smæð­ar. Störf sem tengj­ast starf­semi flug­fé­lag­inu Icelandair hlaupa á mörg hund­ruðum og bein afleidd störf má telja í þús­und­um. Það er því hagur rík­is­ins að leggja til stuðn­ing á þessum tímum og það verður að gera það. En það er gríð­ar­lega mik­il­vægt að þær ákvarð­anir verði teknar og útfærðar með hag almenn­ings og umhverf­is­ins í huga og lín­urnar verði skýrar um ábyrga, umhverf­is­væna og sið­ferð­is­lega starfs­hætti til hags­bóta fyrir launa­fólkið og starfs­fólk, en ekki ein­göngu fyrir hlut­haf­ana. Ef ríkið ætlar að aðstoða þetta fyr­ir­tæki við að halda velli, með fjár­munum almenn­ings, skulum við gera það vel og með skýrum skil­yrð­um. Fyrir hag almenn­ings­.  

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þing­maður VG. 

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search