Search
Close this search box.

Stórátak í fjölgun hjúkrunarrýma

Deildu 

Á tímabilinu 2009–2018 bættust við 144 hjúkrunarrými á tíu árum. Áætlunin sem núna er fjármögnuð í fjármálaáætlun gerir ráð fyrir 550–560 nýjum rýmum sem eru fjármögnuð á tíma fjármálaáætlunarinnar auk ríflega 200 rýma sem verða endurbætt. Hér er um að ræða raunverulegt stórátak í þessum efnum. En það þarf að beita fleiri úrræðum.

• Þess vegna höfum við fjölgað dagdvalarrýmum markvisst.
• Þess vegna höfum við bætt umtalsvert í heimahjúkrun.
• Þess vegna höfum við fjármagnað heilsueflandi móttökur í heilsugæslunni.
• Þess vegna höfum við lagt áherslu á stefnu í málefnum fólks með heilabilun og styrkt ýmis verkefni á því sviði.
• Þess vegna stendur yfir mótun stefnu í endurhæfingarmálum og þess vegna höfum við bætt við endurhæfingarrýmum á Sauðárkróki
• Þess vegna er heilbrigðisþjónusta við aldraða eitt af mínum sérstöku áherslumálum á árunum 2019-2020

Fjölgun aldraðra og aukin þjónustuþörf verður ekki leyst með einni aðferð. Verkefnin eru mörg vegna þess að viðfangsefnið er flókið og aldrað fólk er alls konar fólk.

Varðandi stöðuna á Landspítala var það þannig fyrir rúmu ári að þar lágu 53 aldraðir inni á bráðadeildum, 53 einstaklingar sem voru með færni- og heilsumat til þess að fá að leggjast inn á hjúkrunarrými en komust ekki þangað. Einu ári síðar eru þetta 40 manns þannig að í skrefum er verið að létta þunganum af Landspítalanum. En þar þarf líka að huga að innra skipulagi og samspili þátta sem hafa áhrif á innra flæði spítalans. Sérstakur átakshópur vinnur að því núna að vinna að því að létta álagi af bráðamóttöku spítalans.

Þegar við fáum 99 ný rými á Sléttuvegi á næstu vikum og leggjum upp í heilsueflandi móttökur í heilsugæslunni, fjölgum dagdvalarúrræðum og aukum við heimahjúkrun þá stígum við skrefi nær lausninni. Að því er unnið hörðum höndum.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search