PO
EN

Stríðsátök í heiminum – ályktun stjórnar Vinstri grænna

Deildu 

Stjórn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir árásir og morð á almennum borgurum skilyrðislaust, hvar sem er í heiminum. Ein af grunnstoðum VG er alþjóðleg friðarhyggja. Ekkert er jafn skaðlegt fyrir umhverfið, velferð fólks og stöðu og réttindi kvenna og barna og hernaður. Ísland var fyrsta vestræna ríkið til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu árið 2011, en hernám Ísraels á landi Palestínu hefur staðið yfir áratugum saman. Íslensk stjórnvöld eiga að tala skýrt fyrir því að alþjóðalögum sé beitt til að vernda íbúa Palestínu og fordæma framgöngu Ísraelshers – eins og hryðjuverk Hamas fyrir nokkrum dögum.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search