Search
Close this search box.

Styrkjum fæðuöryggi á Íslandi

Deildu 

Fæðuör­yggi hef­ur verið sett ræki­lega á dag­skrá í op­in­berri umræðu síðustu mánuði. Fyrst vegna hækk­ana á áburðar­verði sem eiga sér vart sögu­lega hliðstæðu vegna orku­verðs í Evr­ópu síðasta haust. Þá núna vegna inn­rás­ar Pútíns í Úkraínu. Inn­rás­in hef­ur sett alþjóðlega hrávörumarkaði í upp­nám og núna birt­ast okk­ur verðbólgu­töl­ur frá Evr­ópu sem eiga sér ekki for­dæmi á þess­ari öld. Tveggja stafa verðbólga er ekki leng­ur ómögu­leg í Þýskalandi. Eðli­lega hef­ur þetta vakið umræðu um það hver áhrif­in kunni að verða hér á landi og jafn­vel hvort við mun­um fá öll þau aðföng sem við þurf­um. Það kann að vera að við verðum brátt vör við ein­hverj­ar rask­an­ir, verðhækk­an­ir eða jafn­vel breytt­ar upp­skrift­ir. Það er hins veg­ar ekk­ert sem bend­ir til þess á þess­um tíma­punkti að aðfanga­keðjan rofni með þeim hætti að fæðuör­yggi Íslend­inga sé ógnað.

Hag­kvæmni og ör­yggi

Um ára­tuga­skeið höf­um við Íslend­ing­ar byggt upp opið hag­kerfi þar sem við flytj­um inn aðföng þaðan sem þau eru ódýr­ust og notið þannig góðs af hnatt­væðing­unni.

Alþjóðavæðing­in hef­ur haft í för með sér aukna hag­kvæmni í mörgu til­liti en kannski á kostnað fæðuör­ygg­is. Það hef­ur verið ódýr­ara að flytja inn maís frá Úkraínu held­ur en að rækta bygg hér. Og það hef­ur verið ódýr­ara að flytja inn áburð úr rúss­nesku gasi held­ur en að fram­leiða hann hér. Í þess­um efn­um þarf að ríkja eitt­hvert skyn­sam­legt jafn­vægi. Sé far­in leið sjálfsþurft­ar­bú­skap­ar lend­um við í vand­ræðum. Meira að segja Finn­ar, sem hafa verið öðrum þjóðum fram­ar í að hafa þjóðarör­yggi til hliðsjón­ar við ákv­arðana­töku og sem hafa haldið í sín­ar stóru korng­eymsl­ur og ol­íu­tanka, reikna ekki með að geta verið sjálf­um sér nóg­ir um allt í lengri tíma. Sú stofn­un sem fer með þjóðarvá og birgðahald sit­ur á eigna­safni sem er u.þ.b. 1% af vergri lands­fram­leiðslu Finn­lands og hef­ur byggst upp um ára­tugi. Yfir þessi mál er nú farið á vett­vangi þjóðarör­ygg­is­ráðs hér­lend­is, þar sem sett verða viðmið um birgðahald á mik­il­væg­um aðföng­um, eldsneyti, mat­væl­um og lyfj­um. Þau viðmið þurfa að taka mið af þeim hætt­um sem eru hér á landi.

Ákvarðanir hafa af­leiðing­ar

Það hef­ur verið ákvörðun að byggja upp land­búnaðinn á þenn­an hátt, á því að treysta á stöðugt fram­boð er­lend­is frá til þess að halda uppi fram­leiðslu á mik­il­væg­um afurðum, ég nefni ali­fugla­kjöt, svína­kjöt og mjólk. Með því að treysta á það að við fáum þau aðföng sem við þurf­um er­lend­is frá höf­um við ákveðið að byggja ekki upp inn­lenda korn­rækt, ekki fjár­fest í kyn­bót­um eða öðrum þeim innviðum sem til þarf. Þessu er hægt að breyta þannig að inn­lend korn­rækt leggi til aukið hlut­fall þeirra aðfanga sem þarf til þess að fæða Íslend­inga. Til þess þarf að setja rétta hvata í kerfið.

Með auk­inni korn­rækt efl­um við fæðuör­yggi.

Svandís Svavarsdóttir, mat­vælaráðherra.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search