PO
EN

Styrkjum strandveiðar

Deildu 

Í upp­hafi maí hefst strand­veiðitíma­bil þessa árs. Veiðarn­ar eru stundaðar frá maí til ág­úst ár hvert. Verður það fjór­tánda sum­arið síðan strand­veiðum var komið á í stjórn­artíð rík­is­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar og Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs. Strand­veiðar voru hugsaðar til þess að fólki yrði gert kleift að stunda veiðar með strönd­inni á sjálf­bær­an og ábyrg­an hátt. Var þannig opnað fyr­ir það að þau sem ekki hefðu yfir að ráða afla­marki gætu reynt fyr­ir sér í sjáv­ar­út­vegi. Þetta fyr­ir­komu­lag hef­ur gef­ist ágæt­lega, líf færðist yfir hafn­ir sem höfðu verið dauf­leg­ar áður. Í dag hef­ur fjöldi fjöl­skyldna hluta af sín­um heim­ilis­tekj­um af strand­veiðum. Sá afli sem til ráðstöf­un­ar er hverju sinni er breyti­leg­ur eins og aðrar veiðar og miðast við ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og ákvörðun ráðherra um leyfi­leg­an heild­arafla.

Aldrei hærra hlut­fall þorsks í strand­veiðar

Frá því að strand­veiðunum var komið á hef­ur á bil­inu 2,5-4,4% af leyfi­leg­um heild­arafla í þorski verið ráðstafað til strand­veiða. Í ljósi niður­stöðu skipti­markaða núna á út­mánuðum er svig­rúm til þess að auka við þá ráðstöf­un sem áður hafði verið ákvörðuð. Ég mun sjá til þess að 10.000 tonn af þorski verði í strand­veiðipott­in­um á þessu tíma­bili. Með 1.500 tonna viðbót, mun aldrei hafa verið ráðstafað stærri hluta af leyfi­leg­um heild­arafla í þorski til strand­veiða. Er það í takti við stefnu VG að festa strand­veiðar enn bet­ur í sessi.

Lær­um af reynsl­unni

Nú þegar strand­veiðar eru komn­ar á ferm­ing­ar­ald­ur er til­efni til þess að fara yfir hvernig til hef­ur tek­ist með fyr­ir­komu­lag strand­veiða. Und­ir­bún­ing­ur fyr­ir þá vinnu er far­inn af stað. Við þurf­um að leggja niður fyr­ir okk­ur hver staða strand­byggða er og afla gagna um hverju strand­veiðar skila fyr­ir byggðirn­ar. Við þurf­um líka að horfa fram á veg­inn. Það þarf að horfa til þess að inn­leiða hvata við fisk­veiðar til þess að hvetja til orku­skipta. Þegar eru kom­in af stað verk­efni á Íslandi sem miða að orku­skipt­um í smá­bát­um og lofa góðu.

Orku­skipti í sjáv­ar­út­vegi, í stóru og smáu eru ekki bara mik­il­vægt lofts­lags- og efna­hags­mál held­ur einnig mik­il­vægt fæðuör­ygg­is­mál. Því er til alls að vinna að hvat­ar séu í þeim kerf­um sem við nýt­um við stjórn fisk­veiða sem hraði orku­skipt­um eins og kost­ur er. Með þeim hætti gætu strand­veiðar, sem nú þegar eru með létt kol­efn­is­spor, verið enn lofts­lagsvænni. Fleiri atriði þarfn­ast skoðunar og hef ég fengið er­indi frá strand­veiðimönn­um hring­inn í kring­um landið. Þar ég hef verið hvött til þess taka til skoðunar hvernig bæta megi kerfið þannig að verðmæta­sköp­un verði sem mest og jafn­ræði landsvæða sem best. Mik­il­vægt er að strand­veiðar verði áfram tryggðar í þágu byggða, sjálf­bærni og fæðuör­ygg­is.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search