Search
Close this search box.

Styrkveitingar Jafnréttissjóðs Íslands frá 2016 til 2020

Deildu 

Eitt hundrað milljónum króna af fjárlögum hefur verið varið ár hvert í Jafnréttissjóð Íslands á tímabilinu 2016 til 2020 og voru alls 132 verkefni styrkt á tímabilinu. Tryggt hefur verið fjármagn til sjóðsins sem felur í sér að um 60 milljónum króna verður úthlutað úr Jafnréttissjóði 2023 og 2025.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra:

„Það er ánægjulegt að sjá hvað Jafnréttissjóður Íslands hefur styrkt fjölbreytt verkefni á liðnum árum. Sjóðurinn hefur stuðlað að aukinni þekkingu og rannsóknum á jafnrétti og umræðu um jafnréttismál. Enn er þó verk að vinna og því er ánægjulegt að fjármagn til sjóðsins sé tryggt næstu ár.“

Á hátíðarfundi í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmælis kvenna þann 19. júní 2015 samþykkti Alþingi þingsályktun nr. 13/144 um Jafnréttissjóð Íslands. Með þingsályktuninni var Jafnréttissjóður Íslands stofnaður og ákveðið að hann tæki við rannsóknarverkefnum Jafnréttissjóðs á starfstíma sínum.

Unnin hefur verið samantekt á styrkveitingum Jafnréttissjóðs þar sem styrkveitingar eru skoðaðar með tilliti til markmiða sjóðsins og fjallað um þau verkefni sem hafa hlotið hæsta styrki.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search