Search
Close this search box.

Styrkveitingar Jafnréttissjóðs Íslands og samningur um Jafnvægisvog FKA

Deildu 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra úthlutaði í dag styrkjum til 11 verkefna úr Jafnréttissjóði Íslands við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica.

Af þessum ellefu verkefnum hlutu fimm hvert um sig um sjö milljón króna styrki sem eru hæstu styrkirnir að þessu sinni. 60 milljónum króna er varið í Jafnréttissjóð Íslands annað hvert ár.

Verkefnin sem hljóta styrk í ár eru:

  • Eliona Gjecaj fyrir verkefnið: Fatlaðar konur og ofbeldi: Aðgengi að réttlæti.
  • Eygló Árnadóttir fyrir verkefnið: Efling íslenskra skóla í forvörnum, fræðslu og viðbrögðum við kynbundnu ofbeldi.
  • Fayrouz Nouh fyrir verkefnið: Múslimskar innflytjendakonur á íslenskum vinnumarkaði.
  • Flora Tietgen fyrir verkefnið: Reynsla innflytjendakvenna af ofbeldi í nánu sambandi á Íslandi.
  • Hafdís Erla Hafsteinsdóttir fyrir verkefnið: Kynjapólitískur vígvöllur? Alnæmisfaraldurinn á Íslandi og áhrif hans á hugmyndir um jafnrétti.
  • Ásdís Aðalbjörg Arnalds fyrir verkefnið: Alþjóðlega viðhorfakönnunin um fjölskyldulíf og breytt kynhlutverk.
  • Elín Björk Jóhannsdóttir fyrir verkefnið: Fléttur VII. Hinsegin Ísland í alþjóðlegu samhengi.
  • Helena Aðalsteinsdóttir fyrir verkefnið: LungA Listahátíð.
  • Jeannette Jeffrey fyrir verkefnið: Exploring an Inclusive Post-Pandemic Language Learning Environment for Icelandic Language Learners.
  • Linda Dögg Ólafsdóttir fyrir verkefnið: Við þorum, getum og viljum!
  • Ofbeldisforvarnarskólinn ehf. fyrir verkefnið: Geltu – stuttmynd um hatursorðræðu.

Myndir frá styrkveitingum Jafnréttissjóðs 2023

Þá endurnýjuðu forsætisráðherra, og Ásta Dís Óladóttir formaður Jafnvægisvogarráðs FKA (Félag kvenna í atvinnulífinu), samstarfssamning um Jafnvægisvogina.

Með samningnum veitir forsætisráðuneytið FKA stuðning til að stuðla að auknu kynjajafnrétti í íslensku atvinnulífi en Jafnvægisvogin er mælitæki sem hefur eftirlit með stöðu og þróun kynjajafnréttis í stjórnum íslenskra fyrirtækja. 

Samningurinn er til eins árs og gildir frá 19. júní 2023 til 19. júní 2024.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search