Search
Close this search box.

Svandís heimsótti MAST á Selfossi

Deildu 

Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heimsótti Matvælastofnun á Selfossi þar sem hún hitti starfsfólk og Hrönn Ólínu Jörundsdóttur, forstjóra MAST.

Matvælastofnun er undirstofnun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og vinnur að matvælalöggjöf og sinnir lykil eftirliti í samvinnu við ráðuneytið, þvert á alla fæðukeðjuna. Málefnin sem MAST vinnur að snúa því að öllu frá heilbrigði og velferð dýra, sjávarafurða, plöntuheilbrigði, fóðri, vinnslu og dreifingu þar til matur er reiddur fram fyrir neytendur.

Ráðherra fékk kynningu á starfsemi MAST og höfuðstöðvum þeirra á Selfossi, fræddist um áskoranir og stefnumótun stofnunarinnar til framtíðar og ræddi sínar hugmyndir um verkefni MAST.

Ráðherra hefur nú fengið kynningu á flestum undirstofnunum sem heyra undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en Svandís fundaði einnig með Fiskistofu, Landgræðslunni í liðinni viku.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search