PO
EN

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra greindi frá tilslökunum frá samkomubanni og ákvörðun um skólahald frá 4. maí.

Deildu 

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra hef­ur greint frá ákvörðun sinni um til­slak­an­ir á sam­kom­um og skóla­haldi, sem taka gildi 4. maí. Í þeim felst m.a. að opnað verður fyr­ir hefðbundið skóla­hald í leik- og grunn­skól­um, unnt að opna fram­halds- og há­skóla á ný með tak­mörk­un­um. Þá verða fjölda­mörk sam­komu­banns hækkuð úr 20 í 50.

Þetta kom fram á blaðamanna­fundi í Þjóðmenn­ing­ar­hús­inu í dag, en þar kynntu for­sæt­is­ráðherra, heil­brigðisráðherra og dóms­málaráðherra næstu skref stjórn­valda vegna kór­ónu­veirunn­ar. 

Svandís greindi enn­frem­ur frá því, að heim­ilt verði að hefja á ný ýmsa þjón­ustu, s.s á hár­greiðslu-, nudd- og snyrti­stof­um. Þá geta tann­lækn­ar tekið til starfa og söfn geta opnað á ný. Ákvörðun Svandís­ar er í sam­ræmi við til­lög­ur sótt­varna­lækn­is. 

Slakað á tak­mörk­un­um í skref­um

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá stjórn­völd­um, að rúm­lega 1.700 manns hafi greinst með COVID-19 hér á landi og rúm­lega 100 manns hafi lagst inn á sjúkra­hús af völd­um sjúk­dóms­ins. Fram kem­ur í minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is til ráðherra að nýsmit­um hafi farið fækk­andi að und­an­förnu. Telja megi víst að far­ald­ur­inn sé í rén­un hér á landi sem þakka megi víðtæk­um sam­fé­lags­leg­um aðgerðum sem gripið hafi verið til. Sótt­varna­lækn­ir bendi á að sam­fé­lags­legt smit sé lítið eða inn­an við 1% sam­kvæmt sýna­tök­um Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar. Það þýði að ef slakað sé um of á gild­andi tak­mörk­un­um skap­ist hætta að far­ald­ur­inn blossi upp aft­ur. Sótt­varna­lækn­ir leggi því til að slakað verði í tak­mörk­un­um í skref­um sem verði end­ur­skoðuð með þriggja til fjög­urra vikna milli­bili. 

Helstu breyt­ing­ar sem verða 4. maí næst­kom­andi

Fjölda­mörk sam­komu­banns miðast við 50 ein­stak­linga í stað 20 áður. Regl­ur um tveggja metra fjar­lægð hald­ast óbreytt­ar.

Skólastarf í leik- og grunn­skól­um verður með eðli­leg­um hætti.

Í fram­halds- og há­skól­um gild­ir meg­in­regl­an um há­mark 50 ein­stak­linga í sama rými.

Ýmis þjón­usta: Hár­greiðslu­stof­ur, nudd­stof­ur, sjúkraþjálf­un, snyrti­stof­ur, söfn og sam­bæri­leg starf­semi geta hafið starf­semi en halda skal tveggja metra fjar­lægð milli viðskipta­vina eins og kost­ur er.

Heil­brigðisþjón­usta: Öll heil­brigðis­starfs­semi sem ekki fel­ur í sér val­kvæðar skurðaðgerðir eða aðrar ífar­andi aðgerðir verður heim­il. Tann­lækn­ing­ar verða einnig heim­il­ar.

Skipu­lagt íþrótt­astarf barna á leik- og grunn­skóla­aldri verður heim­ilt ut­an­dyra með eft­ir­far­andi tak­mörk­un­um:

  • Ekki fleiri en 50 ein­stak­ling­ar verða sam­an í hóp.
  • Halda skal tveggja metra fjar­lægð eft­ir því sem unnt, einkum hjá eldri börn­um.

Annað skipu­lagt íþrótt­astarf er heim­ilt ut­an­dyra með eft­ir­far­andi tak­mörk­un­um:

  • Ekki fleiri en fjór­ir ein­stak­ling­ar æfa eða leika sam­an.
  • Snert­ing­ar óheim­il­ar og halda skal tveim­ur metru á milli ein­stak­linga.

fyrst birt á mbl.is

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search