Skráning á sveitarstjórnarráðstefnu VG á Akranesi næstkomandi laugardag stendur nú sem hæst. Óhætt er að hvetja VG-félaga nær og fjær til að láta þessa ráðstefnu ekki framhjá sér fara. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra verða sérstakir gestir á ráðstefnunni sem stendur til 17.00. Búast má við spennandi umræðum um málefni sem varða nærsamfélagið og sveitarstjórnarstigið, en bæði heilbrigðismál og umhverfismál eru þar ofarlega á baugi. Ráðstefnan hefst með fundi sveitarstjórnarfulltrúa VG og þeirra sem starfa í nefndum og ráðum á sveitarstjórnarstiginu. Allir áhugasamir VG félagar er hvattir til að mæta á opna hluta dagskránnar eftir hádegi og þeir sem skrá sig í tíma geta keypt hádegismat á staðnum. Skráning er opin á heimasíðu VG – látið ekki dragast að skrá ykkur á þennan merkilega viðburð. Við reiknum með því að flokksráðið mæti liðsterkt og fjöldi almennra félaga líka. Í lok ráðstefnunnar verður plokkað á Akranesi með umhverfisráðherra og það er Skagakonan Sigríður Víðisdóttir, aðstoðarmaður Guðmundar Inga sem skipuleggur þann viðburð.