Search
Close this search box.

Sveitarstjórnar­ráðstefna á Akranesi á laugardag

Deildu 

Skráning á sveitarstjórnarráðstefnu VG á Akranesi næstkomandi laugardag stendur nú sem hæst. Óhætt er að hvetja VG-félaga nær og fjær til að láta þessa ráðstefnu ekki framhjá sér fara.  Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra verða sérstakir gestir á ráðstefnunni sem stendur til 17.00.  Búast má við spennandi umræðum um málefni sem varða nærsamfélagið og sveitarstjórnarstigið, en bæði heilbrigðismál og umhverfismál  eru þar ofarlega á baugi.   Ráðstefnan hefst með fundi sveitarstjórnarfulltrúa VG og þeirra sem starfa í nefndum og ráðum á sveitarstjórnarstiginu.  Allir áhugasamir VG félagar er hvattir til að mæta á opna hluta dagskránnar eftir hádegi og þeir sem skrá sig í tíma geta keypt hádegismat á staðnum.  Skráning er opin á heimasíðu VG – látið ekki dragast að skrá ykkur á þennan merkilega viðburð.   Við reiknum með því að flokksráðið mæti liðsterkt og fjöldi almennra félaga líka.  Í lok ráðstefnunnar verður plokkað á Akranesi með umhverfisráðherra og það er Skagakonan Sigríður Víðisdóttir, aðstoðarmaður Guðmundar Inga sem skipuleggur þann viðburð.

Facebook viðburður

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search