PO
EN

Sýnilegur árangur í sjávarútvegi

Deildu 

Í vik­unni er ég stödd á alþjóðlegu sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­unni í Barcelona. Sýn­ing þessi er sú stærsta sinn­ar teg­und­ar og teng­ir sam­an sjáv­ar­út­veg­inn við kaup­end­ur. Yfir 40 ís­lensk fyr­ir­tæki taka þátt í sýn­ing­unni og kynna fjöl­breytta starf­semi. Þá fara fram sam­hliða sýn­ing­unni ým­iss kon­ar hliðarviðburðir fyr­ir alla þá fjöl­mörgu aðila sem starfa í sjáv­ar­út­vegi og eiga í viðskipt­um inn­an grein­ar­inn­ar. Ég hef líka fundað með er­lend­um koll­eg­um og tekið þátt í kynn­ing­ar­viðburðum um ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg á meðan á dvöl minni stend­ur.

Viðburðir sem þess­ir eru vitn­is­b­urðir um sterka stöðu sjáv­ar­út­vegs á Íslandi á heimsvísu. Fót­spor og viðvera Íslands á sýn­ing­unni er mörg­um núm­er­um stærra en stærð lands­ins gef­ur til kynna. Þessi sterka staða er þó ekki sjálf­sögð eða sjálf­gef­in. Það er ljóst að auk­in verðmæta­sköp­un mun trauðla verða vegna auk­ins magns úr sjó held­ur frem­ur vegna auk­inn­ar verðmæta­sköp­un­ar þess afla sem nú er veidd­ur. Þar hef­ur ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur staðið sig ákaf­lega vel. Sá tími kann að renna upp að roðið á þorski verði verðmæt­ari vara held­ur en hnakk­arn­ir.

Vís­indi skapa auk­in verðmæti

Þannig hafa vís­indi, þekk­ing og rann­sókn­ir orðið að aukn­um verðmæt­um. Sá hug­mynd­arammi að skapa meira úr minnu með hjálp vís­inda og þekk­ing­ar er það sem til þarf til þess að leysa stærstu áskor­an­ir okk­ar tíma; hvernig við fæðum mann­kynið á sama tíma og við tök­umst á við lofts­lags­breyt­ing­ar og hnign­un líf­fræðilegs fjöl­breyti­leika. Þar á sama við hvort sem er tek­ist á við sjáv­ar­út­veg eða lagar­eldi. Lausn­in er alltaf sú að stuðla að því að ákv­arðana­taka sé byggð á bestu fá­an­legu þekk­ingu með al­manna­hags­muni að leiðarljósi.

Sem liður í því er ánægju­legt að sátt sé um það að leggja til aukn­ar haf­rann­sókn­ir og efla stjórn­kerfi og eft­ir­lit með fisk­veiðum og fisk­eldi í fjár­mála­áætl­un til árs­ins 2028, en í henni er gert ráð fyr­ir að 5,2 millj­örðum króna til viðbót­ar verði varið til of­an­greindra mála­flokka á tíma­bil­inu.

Al­manna­hags­mun­ir af því að auka sátt

Al­manna­hags­mun­ir eru fólgn­ir í því að skapa aukna sátt um sjáv­ar­út­veg. Ný­leg skoðana­könn­un sem gerð var vegna stefnu­mót­un­ar­verk­efn­is­ins „Auðlind­ar­inn­ar okk­ar“ leiðir í ljós fjöl­mörg sókn­ar­færi í þá veru. Ljóst er af niður­stöðum könn­un­ar­inn­ar að skoðanir eru skipt­ar á þeim fjöl­mörgu álita­efn­um sem fjallað er um á vett­vangi „Auðlind­ar­inn­ar okk­ar“. Það eru hags­mun­ir allra sem að því stóra verk­efni koma að auka sátt um sjáv­ar­út­veg. Könn­un­in er mik­il­vægt gagn í því verk­efni að auka sátt um sjáv­ar­út­veg og kem­ur að not­um við áfram­hald­andi vinnu Auðlind­ar­inn­ar okk­ar. Auk­in sátt um þessa þrótt­miklu og mik­il­vægu at­vinnu­grein mun tryggja áfram­hald­andi sterka stöðu grein­ar­inn­ar.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search