Search
Close this search box.

Tækifæri til breytinga

Deildu 

Frum­varpi um mik­il­væg­ar og tíma­bær­ar breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá var dreift á Alþingi nú í vik­unni. Frum­varpið er fjór­ir kafl­ar, ný ákvæði um auðlind­ir í þjóðar­eign, um­hverf­is­vernd, ís­lenska tungu og tákn­mál og síðan end­ur­skoðaður kafli um for­seta og fram­kvæmda­vald. Það er afrakst­ur fyrri áfanga heildurend­ur­skoðunar á stjórn­ar­skránni sem ég lagði til við for­menn stjórn­mála­flokka sem sæti eiga á Alþingi í upp­hafi kjör­tíma­bils­ins.

Nokkuð ít­ar­leg­ar breyt­ing­ar eru á kafl­an­um um for­seta og fram­kvæmda­vald. Þess­ar breyt­ing­ar hafa verið til umræðu á vett­vangi formanna og full­trúa flokk­anna und­an­far­in miss­eri en voru einnig viðfangs­efni sér­stakr­ar rök­ræðukönn­un­ar sem hald­in var haustið 2019. Þar komu sam­an á þriðja hundrað manns sem ræddu breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá heila helgi. Nokkr­ar breyt­ing­anna sem hér eru lagðar til byggj­ast á niður­stöðum henn­ar og von­andi verður þetta dæmi um hvernig nýta má al­manna­sam­ráð til að und­ir­búa sam­fé­lags­leg­ar breyt­ing­ar og lög­gjöf stjórn­valda á hverj­um tíma.

Í ákvæðinu um for­seta­embættið eru gerðar aukn­ar kröf­ur um fjölda meðmæl­enda. Lagt er til að lengja kjör­tíma­bil for­seta úr fjór­um árum í sex og setja þak á fjölda kjör­tíma­bila. Þá er lagt til að taka upp for­gangsraðaða kosn­ingu til að tryggja að for­seti hafi ávallt meiri­hlutastuðning þjóðar­inn­ar en þetta er ein þeirra breyt­inga sem nutu stuðnings í rök­ræðukönn­un­inni. Að lok­um eru lagðar til breyt­ing­ar á ákvæðum stjórn­ar­skrár­inn­ar um ráðherra­ábyrgð og lands­dóm. Sam­hliða verða kynnt laga­frum­vörp sem gætu orðið grunn­ur að laga­breyt­ing­um á þessu sviði að breyttri stjórn­ar­skrá.

Margoft hafa verið lögð fram ákvæði um þjóðar­eign á auðlind­um á Alþingi en aldrei náð fram að ganga. Fyr­ir ligg­ur að þjóðin vill sjá slíkt ákvæði í stjórn­ar­skrá. Í því ákvæði sem hér er lagt fram er því lýst yfir að auðlind­ir nátt­úru Íslands til­heyri ís­lensku þjóðinni, og nátt­úru­auðlind­ir og lands­rétt­indi sem ekki eru háð einka­eign­ar­rétti verði eng­um af­hent til eign­ar eða var­an­legra af­nota. Ákvæðið fel­ur þar með í sér að heim­ild­ir til að nýta slík­ar auðlind­ir séu annaðhvort tíma­bundn­ar eða upp­segj­an­leg­ar. Þar er einnig kveðið á um sjálf­bæra nýt­ingu til hags­bóta lands­mönn­um öll­um, við veit­ingu heim­ilda skuli gæta jafn­ræðis og gagn­sæ­is, og með lög­um skuli kveða á um gjald­töku fyr­ir nýt­ingu í ábata­skyni. Þar með er gerður grein­ar­mun­ur á þeirri nýt­ingu sem rek­in er með sam­fé­lags­leg­um hætti, til dæm­is í hita­veitu, vatns­veitu og raf­veitu sem rekn­ar eru af sveit­ar­fé­lög­um í þágu al­menn­ings og þeirri nýt­ingu sem skap­ar einkaaðilum arð – eins og til dæm­is nýt­ingu sjáv­ar­auðlind­ar­inn­ar. Ákvæðið svar­ar kalli margra kyn­slóða og trygg­ir stjórn­ar­skrár­v­arða þjóðar­eign á auðlind­um fyr­ir framtíðarkyn­slóðir.

Í ákvæði um um­hverf­is­vernd er einnig kveðið á um sjálf­bæra nýt­ingu. Jafn­framt að nátt­úru­vernd skuli grund­vall­ast á varúðar- og lang­tíma­sjón­ar­miðum, fjöl­breytni nátt­úr­unn­ar skuli viðhaldið og vöxt­ur og viðgang­ur líf­rík­is sé tryggður. Þannig er fjallað um grund­vall­ar­atriði í um­hverf­is- og nátt­úru­vernd í þessu skor­in­orða ákvæði en ákvæði um þessi stóru mál, auðlind­ir og um­hverfi, hef­ur vantað í stjórn­ar­skrá. Kveðið er á um rétt fólks til heil­næms um­hverf­is og kveðið er á um al­manna­rétt; að al­menn­ingi sé heim­il för um landið og dvöl í lög­mæt­um til­gangi. Það hef­ur lengi verið bar­áttu­mál að al­manna­rétt­ur­inn njóti þess­ar­ar vernd­ar í stjórn­ar­skrá og sér­stakt fagnaðarefni að þessi rétt­ur, sem á ræt­ur sín­ar að rekja allt aft­ur til forn­lag­anna í Grágás og Jóns­bók, sé nú fest­ur í stjórn­ar­skrá.

Lagt er til að ís­lenska sé rík­is­mál Íslands og ís­lenskt tákn­mál tungu­mál þeirra sem nota það til tján­ing­ar og sam­skipta.

Það er von mín að þetta frum­varp fái góða og ít­ar­lega efn­is­lega umræðu á Alþingi og í kjöl­farið fall­ist meiri­hluti þing­manna á breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá sem yrðu stór skref í fram­fara­átt. Það ligg­ur fyr­ir að ekki eru all­ir flokk­ar sam­mála um þess­ar breyt­ing­ar en ég er eigi að síður þakk­lát fyr­ir þá umræðu sem hef­ur átt sér stað á vett­vangi formanna og full­trúa stjórn­mála­flokk­anna og tel að hún hafi átt stór­an þátt í þeim til­lög­um sem nú verða lagðar fram. Um leið er mik­il­vægt að niður­stöður al­manna­sam­ráðs end­ur­spegl­ast í breyt­ing­um á kafla stjórn­ar­skrár­inn­ar um for­seta og fram­kvæmda­vald og slíkri aðferðafræði verður von­andi beitt áfram þegar móta á stefnu í stór­um og mik­il­væg­um mál­um.

Þegar kem­ur að breyt­ing­um á stjórn­ar­skrá er mik­il­vægt að for­gangsraða og var það meðal ann­ars ábend­ing frá Fen­eyja­nefnd­inni árið 2013. Þær breyt­ing­ar sem hér eru lagðar fram svara ákall­inu um for­gangs­röðun. Að mínu viti eru þær góð leið úr sjálf­heldu sem end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar lenti í. Sú sjálf­helda kann að vera þægi­leg fyr­ir ein­hverja en málið á að vera stærra en þeir hags­mun­ir. Af­drif til­lagn­anna munu vera mik­il­væg vís­bend­ing um hversu stjórn­mála­stétt­inni er um­hugað um breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni.

Þær breyt­ing­ar sem lagðar eru til svara ákalli sam­fé­lags­ins um að stjórn­ar­skrá­in verði ekki þögul um sum stærstu mál­efni sam­tím­ans, ekki síst þjóðar­eign á auðlind­um og um­hverf­is- og nátt­úru­vernd. Kafli stjórn­ar­skrár um for­seta og fram­kvæmda­vald er færður í nú­tíma­legra horf og mik­il­vægi ís­lenskr­ar tungu og tákn­máls verður und­ir­strikað í stjórn­ar­skrá. Þó að verk­inu sé ekki lokið snú­ast til­lög­urn­ar að mínu viti um kjarn­ann í mörgu því sem al­menn­ing­ur hef­ur kallað eft­ir og byggj­ast á vandaðri vinnu og ígrund­un. Það er raun­veru­legt tæki­færi til að marka leiðina fram á við með góðum breyt­ing­um á stjórn­ar­skrá.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search