Search
Close this search box.

Þegar síga fer á seinni hlutann

Deildu 

Það verður að segj­ast að þing­vet­ur­inn sem leið er sá sér­kenni­leg­asti sem ég hef upp­lif­að, þó mig hafi ekki órað fyrir því síð­ast­liðið haust. Leið­inda tíð með langvar­andi óveðri, snjó­flóð, jarð­skjálftar og heims­far­aldur er nefni­lega ekk­ert sem gerir boð á undan sér. En nú erum við komin undan vetri og inn í bjart og milt sum­ar. 

Á loka­dögum þings­ins var óvenju gott veður og á Aust­ur­velli mátti sjá fjölda fólks spóka sig í sól­baði, spjalli og leikj­um. Þörf áminn­ing um að lífið heldur áfram sinn vana­gang þrátt fyrir að veiran skæða tæki stjórn á lífi okkar allra. Á nán­ast einu augna­bliki í mars stöðv­að­ist sam­fé­lagið og við tókum öll saman hönd­um. Árang­ur­inn var slíkur að nú eru augu heims­ins á Íslandi og fjallað er um okkar öfunds­verðu stöðu. Við höfum stigið fyrstu skrefin til að taka á móti ferða­mönnum á ný og fylgist þrí­eykið okk­ar, Þórólf­ur, Alma og Víðir vel með stöðu mála eins og þau hafa gert hingað til. Það þarf þó að hafa var­ann á eins og fréttir síð­ustu daga hafa sýnt. Ekki er vitað hversu lengi tak­mark­anir munu vera í gildi hér á landi en ég er sann­færð um að við munum takast á við það af æðru­leysi hér eftir sem hingað til.

Í þeim hama­gangi sem fylgdi því að koma okkur í skjól fyrir Covid-19 efað­ist ég aldrei nokkurn tím­ann um að vel myndi til takast. Við búum nefni­lega að traustri for­ystu, bæði í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu sem og ráðu­neyti heil­brigð­is­mála sem mæddi mikið á þetta vor­ið. Það er á þeim stund­um, þar sem taka þarf stórar og erf­iðar ákvarð­anir sem efa­semdir þagna um hæfi fólks. Ég er afar stolt af því að vera þing­flokks­for­maður Vinstri grænna enda skiptir máli hverjir eru við stjórn­völ­inn.AUGLÝSING

Um 30 mál voru afgreidd á Alþingi í vor til að bregð­ast við heims­far­aldri Covid-19. Þau voru í dag­legu tali kölluð Covid-­mál og tóku á tíma­bili alla athygli þings­ins. Þrátt fyrir það voru fjöl­mörg önnur og góð mál sam­þykkt þennan vet­ur­inn.

Þannig varð á dög­unum til glæ­nýtt náms­lána­kerfi á Íslandi. Mennta­sjóður náms­manna og segja má að bar­áttu­mál stúd­enta­hreyf­ing­ar­innar til margra ára sé í höfn með auknum stuðn­ingi og rétt­lát­ara kerfi.

Við höfum líka lengt fæð­ing­ar­or­lof, tryggt réttar­ör­yggi upp­ljóstr­ara, stofnað Kríu – nýjan og öfl­ugan nýsköp­un­ar­sjóð og sam­þykkt fyrstu for­varn­ar­á­ætl­un­ina meðal barna og ung­menna gegn kyn­ferð­is­legu og kyn­bundnu ofbeldi. Við höfum tryggt heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir fólk með fíkni­vanda með til­komu neyslu­rýma, lög­fest að nor­rænni fyr­ir­mynd þriggja þrepa skatt­kerfi og gjör­bylt lögum um nátt­úru­vernd. 

Á síð­ustu dögum þings­ins voru mörg góð mál sam­þykkt. Eitt af þeim var afar mik­il­vægt frum­varp for­sæt­is­ráð­herra um eign­ar­ráð á landi sem tryggir gagn­sæi í jarða­við­skiptum og spornar gegn óhóf­legri sam­þjöppun lands á fárra manna hend­ur. 

Einnig voru frum­vörp umhverf­is­ráð­herra um lofts­lags­mál og bann við margs konar einnota plast­vörum sam­þykkt sem skiptir gríð­ar­lega miklu máli fyrir Íslend­inga enda erum við með því að stað­festa alþjóð­legar skuld­bind­ingar okkar sam­kvæmt Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu og sporna við mengun í höfum og örplasti í drykkj­ar­vatni.

Það eru svona mál sem minna mig á hvers vegna ég hóf þátt­töku í stjórn­málum – til að hafa áhrif á sam­fé­lagið til hins betra. Það munum við Vinstri græn halda áfram að ger­a. 

Framundan er kosn­inga­vetur og er það alkunna að með honum fær­ist oft harka í stjórn­mál­in. Það er mín ein­læga von að okkur þing­mönnum tak­ist þó að krafsa okkur í gegnum hann á mál­efna­legum nót­um. Það er margt gott fólk sem á sæti á Alþingi og stóran hluta kjör­tíma­bils­ins hefur sam­starf við minni­hlut­ann gengið vel. 

Það er sjaldan logn­molla á Alþingi, hvað þá þegar fer að síga á seinni hluta kjör­tíma­bils. Við Vinstri græn munum þó halda áfram að vinna af heilum hug að góðum mál­um, landi og þjóð til heilla.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þing­flokks­for­maður Vinstri grænna. 

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search