Search
Close this search box.

Þingflokkur fordæmir aðgerðir Ísraels á Gaza

Deildu 

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn. Þær eru gróf brot á alþjóðasamningum, alþjóðalögum og mannréttindum.

Þá eru harkaleg viðbrögð Ísraelsstjórnar við eldflaugaskotum af Gaza strönd til Ísraels, loftárásir með fullkomnum vopnum (eða mannlausum drápstækjum) á ofur þéttbýl svæði Palestínumanna, óverjandi. Lögregluaðgerðir ísraelskra yfirvalda gegn mótmælendum í Jerúsalem eru einnig óverjandi.

Vinstri græn hafi ávallt lagt áherslu á nauðsyn þess að leitað sé friðsam­legra lausna í deil­um fyr­ir botni Miðjarðar­hafs. Raun­veru­leg­ur friður kom­ist aldrei á með vopna­valdi og kúg­un og mik­il­vægt sé að standa vörð um alþjóðalög og brjóta ekki á mann­rétt­ind­um íbúa svæðis­ins.

Þingflokkur Vinstrihreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs minn­ir jafn­framt á samþykkt Alþing­is Íslend­inga frá 2011 um viður­kenn­ingu á sjálf­stæði og full­veldi Palestínu og þar með rétt þeirra til eigin ríkis.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search