Search
Close this search box.

Þingflokkur VG ályktar með trúnaðarmönnum

Deildu 

„Þingflokkur VG ítrekar mikilvægi vinnulöggjafarinnar og minnir á réttindi og skyldur trúnaðarmanna á vinnustöðum, vegna mála sem risið hafa að undanförnu. Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur njóta trúnaðarmenn stéttarfélaga sérstakrar verndar gegn uppsögnum. Sú vernd á að tryggja að fólk, sem valið er af félögum sínum til að fylgja því eftir að kjarasamningar séu virtir og aðstæður á vinnustað séu samkvæmt lögum, sé ekki látið gjalda þess með starfi sínu. Þingflokkur VG minnir á að lögbundin réttindi fólks á vinnumarkaði eru ófrávíkjanleg. Brot á þeim ganga gegn friði í samfélaginu og eiga ekki að líðast.“

Ályktun samþykkt 20. október 2021.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search