EN
PO
Search
Close this search box.

Þingsályktunartillaga um siðferðileg gildi og forgangsröðun samþykkt

Deildu 

Í júní 2019 var sam­þykkt á Alþingi þings­á­lykt­un­ar­til­laga heil­brigð­is­ráð­herra um heil­brigð­is­stefnu til árs­ins 2030. Með sam­þykkt stefn­unnar var mik­il­vægum áfanga náð í að skapa sátt um fram­tíð­ar­sýn í heil­brigð­is­þjón­ustu. Stefnan er leið­ar­vísir okkar við upp­bygg­ingu á heild­stæðu, öfl­ugu og enn betra heil­brigð­is­kerf­i. 

Eitt af mark­miðum heil­brigð­is­stefnu er að: „Al­menn sátt ríki um þær sið­ferði­legu meg­in­reglur sem liggi til grund­vallar for­gangs­röðun og ákvörð­unum í heil­brigð­is­kerf­inu og stöðug umræða verði um sið­ferði­leg leið­ar­ljós .“ Sam­kvæmt fimm ára aðgerða­á­ætlun sem heil­brigð­is­ráð­herra lagði fyrir Alþingi í kjöl­far sam­þykktar á heil­brigð­is­stefnu skal þessu mark­miði náð innan þriggja ára. Alþingi hefur nú nýlega sam­þykkt þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um sið­ferði­leg gildi og for­gangs­röðum í heil­brigð­is­kerf­inu. Grund­völlur til­lög­unnar er skipu­lögð umræða sem fór fram síð­ast­liðið haust, og heil­brigð­is­þing sem haldið var þann 15. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn sem var til­einkað umræðu um sið­ferði­leg gildi og for­gangs­röð­un. 

Gildi sem almenn sátt ríkir um

Stjórn­endur og starfs­fólk heil­brigð­is­kerf­is­ins standa dag­lega frammi fyrir fjölda erf­iðra ákvarð­ana sem varða líf og heilsu fólks. For­gangs­röðun er liður í dag­legum störfum heil­brigð­is­starfs­fólks. Auknir mögu­leikar við grein­ingu og með­ferð sjúk­dóma með sívax­andi kostn­aði gera kröfur um að ríkið sem greið­andi heil­brigð­is­þjón­ust­unnar for­gangsraði því fjár­magni sem er til umráða. For­gangs­röðun af hálfu stjórn­valda þarf að byggj­ast á skýrum við­miðum og sið­ferði­legum gildum sem öllum eru kunn og ljós þegar erf­iðar ákvarð­anir eru tekn­ar. Um þessi gildi þarf að ríkja almenn sátt í sam­fé­lag­inu. Í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni kemur fram að ákveðin gildi verði leið­ar­ljós við ákvarð­anir um for­gangs­röðun í heil­brigð­is­kerf­inu. Gildin eru talin upp í mik­il­væg­is­röð. Mann­helgi er grund­vall­ar­gildi sem gengur framar öðrum gild­um, því næst gildið þörf og sam­staða og loks hag­kvæmni og skil­virkni.

Með mann­helgi er átt við rými sem sér­hver mann­eskja á óskor­aðan rétt yfir og felur í sér áherslu á virð­ingu fyrir mann­legri reisn hvers og eins. Í hug­tak­inu mann­helgi felst enn fremur að allir menn séu jafnir og eigi sama rétt til verndar lífs og við­halds heil­brigðis og að við­ur­kennd og almenn rétt­indi séu virt.  Með gild­unum þörf og sam­staða er átt við að þau sem eru í brýn­ustu þörf fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu á hverjum tíma skulu ganga fyrir og að mik­il­vægt sé að gæta réttar þeirra sem eru í við­kvæmri stöðu, af hvaða ástæðu sem það er, og geta því ekki sjálf leitað réttar síns. Þá er það rétt­læt­is­mál að heil­brigð­is­þjón­usta sé mark­viss, árang­urs­rík og eins hag­kvæm og kostur er. Hag­kvæmni og skil­virkni eru því gildi sem hafa skal að leið­ar­ljósi við for­gangs­röðun í heil­brigð­is­þjón­ust­unni, t.a.m. þegar tekin er ákvörðun um með­ferð.  

Gildin skipta sköpum við ákvarð­ana­töku

Mik­il­vægt er að gildin séu lögð til grund­vallar á öllum stigum ákvarð­ana­töku, þ.e. við dag­leg störf hjá stjórn­völd­um, stjórn­endum í heil­brigð­is­kerf­inu og heil­brigð­is­starfs­fólki.

Þau gera það jafn­framt að verkum að öðrum gildum er for­gangs­raðað neð­ar. Það sam­ræm­ist til dæmis ekki gildum þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar að for­gangs­raða sjúk­lingum á vinnu­færum aldri umfram þá sem eru á líf­eyri því að það er í and­stöðu við gildin mann­helgi og þörf og sam­stöðu. Hags­munir ein­stak­lings­ins koma í þessu til­viki ofar hags­munum sam­neysl­unn­ar. 

Annað dæmi um for­gang gild­anna sem fram koma í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni er að það brýtur í bága við mann­helgi og þörf og sam­stöðu að mis­muna fólki eftir þjóð­fé­lags­stöðu þess eða hugs­an­legri þjóð­fé­lags­stöðu þess í fram­tíð­inni. Til­viljun má heldur ekki ráða for­gangs­röð­un, t.d. ef þjón­ustan er tak­mörk­uð. Sú aðferð stríðir gegn gild­inu um þörf og sam­stöðu. Sama má segja um það að láta eft­ir­spurn stýra for­gangs­röð­un. Eft­ir­spurn sprettur iðu­lega af þörf en gæta ber að þeim sem eru í við­kvæmri stöðu og eiga erfitt með að tjá þörf sína. 

Aðeins um að ræða leið­sögn í átt að nið­ur­stöðu

Það er ómögu­legt að gefa ein­faldar leið­bein­ingar eða verk­lags­reglur um for­gangs­röðun í heil­brigð­is­kerf­inu. Óljósar aðstæður og grá svæði munu ávallt vera til stað­ar. Með sið­ferði­legum gildum skap­ast for­sendur fyrir því að kom­ast að með­vit­uðum og ígrund­uðum nið­ur­stöð­um, sem almenn sátt ríkir um. Þær gefa tón­inn í umræð­unni um for­gangs­röð­un. Það er mik­il­vægt að allir geri sér grein fyrir því að end­an­leg ábyrgð á ákvörð­unum um for­gangs­röðun í heil­brigð­is­kerf­inu mun ávallt hvíla á herðum þeirra sem sér­hverju sinni eru í þeirri aðstöðu að taka slíkar ákvarð­an­ir. Þau gildi sem kveðið er á um í þings­á­lyktun Alþingis veita í þeim til­vikum leið­sögn í átt að nið­ur­stöðu sem fengin er með sið­fræði­legri umræðu og rök­ræðu.

Engu að síður er mik­il­vægt að vera á varð­bergi fyrir því að óvið­kom­andi gildi verði notuð við ákvarð­ana­töku um for­gangs­röð­un. Þótt aldrei sé hægt að úti­loka slíkt má minnka þá áhættu með því að til­einka sér sið­ferði­leg gildi sem eru almennt við­ur­kennd og eru til umræðu í heil­brigð­is­þjón­ust­unni. Þau sið­ferði­legu gildi sem Alþingi hefur ályktað um eiga að sitja djúpt í vit­und þeirra sem taka ákvarð­anir um heil­brigð­is­kerf­ið, þ.e. stjórn­mála­manna, þeirra sem starfa í stjórn­sýsl­unni og þeirra sem starfa við heil­brigð­is­þjón­ustu.

Til að tryggja að gildin mann­helgi, þörf og sam­staða og hag­kvæmni og skil­virkniverði leið­ar­ljós við erf­iðar ákvarð­anir og for­gangs­röðun í heil­brigð­is­þjón­ust­unni og að sátt ríki um sam­ræmda og gagn­sæja for­gangs­röðun er mik­il­vægt að fyrir hendi sé áætlun um inn­leið­ingu gild­anna. Því er brýnt að heil­brigð­is­stofn­anir tryggi heil­brigð­is­starfs­fólki sínu fræðslu og tíma til að til­einka sér þessi sið­ferði­legu gildi og íhuga hvaða þýð­ingu þau hafa fyrir hvern og einn. Jafn­framt er mik­il­vægt að stjórn­völd taki mið af gild­unum við áætl­ana­gerð og stefnu­mót­un. 

For­senda fyrir því að mark­miðum heil­brigð­is­stefnu verði náð

Að end­ingu má nefna að ég hef ákveðið að skipa starfs­hóp sem und­ir­býr stofnun þver­fag­legrar og ráð­gef­andi siða­nefndar um for­gangs­röðun í heil­brigð­is­þjón­ustu. Ekki er gert ráð fyrir því að slík nefnd fjalli um ein­stök mál eða taki ákvarð­anir sem eru á ábyrgð stjórn­enda eða starfs­fólks í heil­brigð­is­þjón­ustu, heldur á hún að fjalla almennt um for­gangs­röðun og vera ráð­gef­andi um stefnu­mót­andi ákvarð­anir í sam­ræmi við grund­vall­ar­gild­in. 

Til þess að ná meg­in­mark­miðum heil­brigð­is­stefn­unn­ar, sem er að almenn­ingur á Íslandi búi við örugga og hag­kvæma heil­brigð­is­þjón­ustu þar sem aðgengi allra lands­manna sé tryggt, er ein­sýnt að for­gangs­raða þarf fjár­munum til heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar. Til þess að tryggja rétta for­gangs­röðun þarf stefnu­mótun fyrir heil­brigð­is­kerfið í heild að hvíla á traustum sið­ferði­legum grunni. Sam­þykkt þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar um sið­ferði­leg gildi og for­gangs­röðun er því for­senda fyrir því að mark­miðum heil­brigð­is­stefnu verði náð, og sam­þykkt hennar er mik­il­vægur áfang­i. 

Svandís Svavarsdóttir heil­brigð­is­ráð­herra.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search