PO
EN
Search
Close this search box.

Þolraun hins rauðgræna forsætisráðherra Íslands

Deildu 

Yfirskriftin er titill viðtals sem tekið var á dögunum við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra í heimsókn hennar til Finnlands og birtist í Kansan Uutiset 2.2.2019 málgagni Vinstra græna bandalagsins Vänsterforbundet þar í landi.  Hér er lausleg þýðing og endursögn greinar og viðtals við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og einnig linkur á fréttina fyrir þá sem heldur kjósa að lesa finnsku.

„Þolraun hins rauðgræna forsætisráðherra Íslands“

Katrín Jakobsdóttir hjá Vinstri grænum fer fyrir ríkisstjórn þar sem borgaralegir flokkar eru í meirihluta

  • Katrín Jakobsdóttir er einstakt dæmi meðal forsætisráðherra í heiminum, rauðgrænn femínisti. En samsetning stjórnar hennar er einnig sérstæð.
  • Fjölmiðillinn fer yfir samsetningu ríkisstjórnar og að VG sé ekki einu sinni stærsti flokkurinn á þingi, skiptingu þingsæta og þá staðreynd að Íslendingar nota skírnarnafn.
  • Katrín viðurkennir í viðtalinu að samsetning ríkisstjórnarinnar veki blendnar tilfinningar meðal fólks og sé mjög sérstök.
  • En tímarnir á Íslandi hafa líka verið mjög sérstakir. Efnahagskreppa og pólitískur óstöðugleiki. Átta flokkar eru á þingi, fleiri en nokkru sinni fyrr.
  • Til marks um óstöðugleika má nefna að Katrín, sem var fyrst kosin á þing árið 2007, tók þátt í sínum fimmtu þingkosningum haustið 2017.

Ríkisstjórnarlausnin var ekki einföld

  • Að sögn Katrínar var sú lausn, sem varð ofan á, erfiðari fyrir Vinstri græn en Sjálfstæðisflokkinn. KJ segir lausnina hafa verið pragmatíska; grunnur sem hægt væri að ná árangri á.
  • “Helstu skilaboð okkar í kosningunum voru að nú væri komið að uppbyggingu opinberra innviða eða heilbrigðiskerfisins, samgöngukerfisins og menntamála. Ríkisstjórnin hefur setið í 14 mánuði og höfum við náð ýmsum málum í gegn sem ég er mjög stolt af.”
  • Katrín nefnir aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, þróun heilbrigðiskerfisins og áætlun í húsnæðismálum þar sem rík áhersla er lögð á félagsleg búsetuúrræði.
  • En stjórnarsamstarfið hefur krafist málamiðlana.
  • – “Ég er oft spurð að því hvernig flokkur, sem er andvígur aðild að NATÓ, geti setið í ríkisstjórn í aðildarríki NATÓ. Við erum eini flokkurinn sem er andvígur NATÓ aðild. Ef við værum ekki tilbúin í málamiðlanir hefðum við aldrei átt neitt erindi í ríkisstjórn.”
  • VG hefur einu sinni áður setið í ríkisstjórn, þá með jafnaðarmönnum, sem var auðveldara fyrir VG.
  • Samkvæmt Gallupkönnunum hefur VG misst nokkurra prósenta fylgi og jafnaðarmenn hafa aftur komist fram úr.
  • “Gallup sýnir enn yfir 11 prósent sem er gott í sögulegu samhengi flokksins. Ég er ekkert sérstaklega áhyggjufull, þetta er langhlaup. Fólk hefur sagt sig úr flokknum og nýir skráð sig í hann.”
  • Katrín minnir á að á Íslandi sé ekki sama blokkakerfi og í Svíþjóð, Danmörku og Noregi – heldur samsteypustjórnir líkt og í Finnlandi.
  • – Mér finnst það vera merki um sjálfstæði að við gátum sagst fara í þessa stjórn og leitt hana. Þetta er þolraun fyrir flokkinn.

Heilbrigðismálin skipta kjósendur mestu máli

  • Hvers konar þolraun hefur forsætisráðherraembættið verið fyrir hina 42ja ára gömlu Katrínu?
  • –  ”Ég var mennta- og menningarmálaráðherra í kreppunni á árunum 2009-2013. Sá tími var mjög erfiður. Ég varð að skera niður á sviðum sem ég hefði viljað byggja upp. Hendur mínar voru bundnar allan tímann.”
  • – “Ég leiði ríkisstjórn sem er mjög sérstök og fæ gagnrýni fyrir. En a.m.k. maðurinn minn segir að þetta skipti sé ekki eins erfitt og hið fyrra. Ef til vill erum við fastari fyrir en í fyrra skiptið eða þá að það er meira jafnvægi í þjóðfélaginu. Ég held að það geti alvegi verið svo.”
  • Katrín segir að heilbrigðismálin hafi skipt kjósendur mestu máli í síðustu kosningum. Vinstri græn eru með þann málaflokk (Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra).
  • Katrín segir að uppbygging í heilsugæslu  sé í fyrsta sæti.
  • – Markmiðið er bætt aðgengi að þjónustunni og lægri kostnaður til lengri tíma litið. Útgjöldin á Íslandi eru hærri en gerist á hinum Norðurlöndunum.
  • Engin einkarekin sjúkrahús á Íslandi (350 000 íbúar). Bygging þriðja opinbera sjúkrahússins er á fjárlögum þessa árs.
  • – Að auki þarf að bæta geðheilbrigðisþjónustu sem hefur ekki verið lögð nægileg áhersla á. Á Íslandi er notkun þunglyndis- og kvíðastillandi lyfja meiri en gerist víða annars staðar og notkun þess konar lyfja hefur aukist.

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og hvalveiðar

  • KJ tók þátt í norrænum loftslagsfundi í Helsinki í liðinni viku. Hún segir aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar metnaðarfulla.
  • – Stefnt að minni umferðarmengun í fyrstu. Hugað að rafvæðingu í vegasamgöngum.
  • Tveir þriðju hlutar Íslendinga búa á suðvesturhorninu, í Reykjavík og nágrenni. Bættar almenningssamgöngur á þessu svæði heyra til forgangsverkefna ríkisstjórnarinnar.
  • – KJ minnist á endurheimt votlendis (samningur við bændur frá því í janúar um að hluti ríkisstyrkja sé bundinn við aðgerðir í þá veru).
  • – Æ fleiri Íslendingum finnst að loftslagsmálin séu mikilvæg og að einmitt núna þurfi eitthvað að gerast. Árangur hefur náðst. Fiskveiðiflotinn hefur dregið úr losun úrgangs með nýrri tækni.
  • Ísland er eitt þriggja ríkja í heiminum sem stundar hvalveiðar í hagnaðarskyni. Í ár hafa íslensk yfirvöld gefið leyfi fyrir veiði 191 langreyða. Í fyrra var hrefnuveiði hætt í eitt hvalveiðitímabil
  • Hvalveiði er erfitt mál fyrir VG.
  • – Ég er sjálf gagnrýnin á hvalveiðar.
  • – Tilfinningamál fyrir Íslendinga; spurning um sjálfræði og rétt til að nýta eigin auðlindir. Nú erum við að reyna að áætla hver sé raunverulegt ástand hvalastofnsins umhverfis Ísland, segir Katrín.
  • – Andrúmsloftið hefur að mörgu leyti breyst. Á 9. áratugnum voru allir Íslendingar ennþá hlynntir hvalveiðum. Nú hafa fleiri áhuga á velferð dýra. Já, um þessi mál er töluvert rætt og menn hafa áhyggjur en ekki er hægt að segja að þetta sé eitthvert hitamál á Íslandi.

Lífið eftir efnahagskreppuna

  • Kreppan á Íslandi verst á árunum 2008-2011. Katrín segir að margir hlutir hafi breyst eftir það.
  • – Ef ég á að vera hreinskilin finnst mér að allar ríkisstjórnir eftir það hafi gert sitt og brugðist rétt við kreppunni.
  • Þegar kreppan skall á voru skuldir heimila, fyrirtækja og samfélaga miklar.
  • – Þetta hefur breyst núna og hugsunarhátturinn er allt annar.
  • – Helstu áhyggjurnar eru þær að hagvöxtur hafi verið helst til of hraður, á síðasta ári nam hann 7 prósentum. Nú er vöxturinn í rénum. Best væri að ná einhvers konar jafnvægi, hægari en stöðugum vexti.
  • Ferðaþjónusta hefur vaxið ört á Íslandi og er nú helsta útflutningstekjulindin. Næst á eftir kemur sjávarútvegur og álvinnsla.
  • – Við erum sem áður auðlindaþjóð sem byggir á orku og fiski, og ferðaþjónustan byggir einnig á auðlindum.
  • Að sögn Katrínar væri mikilvægast að hagkerfið yrði fjölbreyttara.
  • – Það þarf að hugsa um hagkerfið út frá annars konar sjónarhorni, ekki bara út frá vexti. Hagkerfið þarf í ríkara mæli að byggja á rannsóknum og nýsköpun sem eðli samkvæmt fela í sér fjölbreytileika, segir Katrín Jakobdóttir.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search