Search
Close this search box.

Til hamingju, sjómenn!

Deildu 

Í gær var sjó­mannadag­ur­inn hald­inn hátíðleg­ur um land allt í 85. skiptið. Ég fékk þann heiður að flytja ávarp á heiðrun­ar­at­höfn sjó­mannadags­ins í Hörpu og það var sér­stak­lega ánægju­legt.

Sjáv­ar­út­veg­ur er mátt­ar­stólpi í at­vinnu­lífi okk­ar Íslend­inga. Vel­sæld okk­ar sem þjóðar hef­ur í gegn­um tíðina byggst að miklu leyti á þeim verðmæt­um sem sótt eru á miðin í kring­um landið. Sjó­menn gegna lyk­il­hlut­verki í því að skapa þessi verðmæti og störf­in eru krefj­andi og erfið. Eðli starfs sjó­manna þýðir lang­ar fjar­ver­ur frá fjöl­skyldu og þó að vinnu­slys­um til sjós hafi fækkað veru­lega er starfið enn hættu­legt. Þar er ég viss um að við get­um gert bet­ur og víða inn­an út­gerða er unnið að því að draga úr slysatíðni.

Við get­um lært margt af sjó­mönn­um. Sjó­sókn krefst þolgæðis og getu til að tak­ast á við ým­iss kon­ar áskor­an­ir. Sjó­menn hafa átt í samn­ingaviðræðum við út­gerðar­menn um langa hríð og ekki hafa tek­ist samn­ing­ar enn. Það er mik­il­vægt að samn­ing­ar ná­ist fljótt og að vel tak­ist til við samn­inga­borðið.

Ég sé fyr­ir mér framtíð þar sem Íslend­ing­ar eru áfram leiðandi fisk­veiðiþjóð, en til þess að svo verði þurf­um við að laga okk­ur að fé­lags­leg­um breyt­ing­um og kröfu­h­arðari neyt­end­um. Stóra sam­eig­in­lega verk­efni okk­ar allra er að stemma stigu við lofts­lags­breyt­ing­um. Hafið er auðlind sem okk­ur ber að vernda og það er í hættu – bæði vegna meng­un­ar og of­veiði. Í þessu stóra verk­efni er mik­il­vægt að við tök­um hönd­um sam­an, stjórn­völd og sjáv­ar­út­veg­ur­inn, vinn­um að orku­skipt­um í sjáv­ar­út­vegi og stór­auk­um haf­rann­sókn­ir. Það er svo gríðarlega mikið í húfi.

Und­an­farið ár hef­ur verið unnið að stefnu­mörk­un í sjáv­ar­út­vegi í mat­vælaráðuneyt­inu. Mark­mið þeirr­ar vinnu er að skapa skil­yrði til auk­inn­ar sátt­ar um sjáv­ar­út­veg. Sam­fé­lags­leg sátt er breyti­leg yfir tíma, sátt­in er lif­andi hreyf­ing. Gildi sam­fé­lags­ins breyt­ast og þær kröf­ur sem við ger­um sömu­leiðis. Þess vegna lagði ég áherslu við þessa stefnu­mót­un á að huga að gagn­sæi og aðgengi mis­mun­andi radda að vinn­unni. Um það hef­ur vinna „Auðlind­ar­inn­ar okk­ar“ snú­ist, að hlusta, eins og kem­ur fram í rit­inu Tæpitungu­laust sem ráðuneytið birti á dög­un­um. Þar er að finna þær ótal­mörgu radd­ir sem sendu inn at­huga­semd­ir, tóku til máls á fund­um eða í viðtöl­um við vinnslu verk­efn­is­ins.

Þær radd­ir nýt­ast við að átta sig á inn­taki þeirr­ar til­finn­ing­ar sem rík­ir í sam­fé­lag­inu um sjáv­ar­út­veg. Niður­stöður úr þessu verk­efni verða birt­ar í ág­úst og þá tek­ur við næsta skref í því mik­il­væga verk­efni að auka sátt um sjáv­ar­út­veg. Það er ekki síst mik­il­vægt fyr­ir sjó­menn sem eiga að vera stolt­ir af fram­lagi sínu í þágu ís­lensks sam­fé­lags. Til ham­ingju aft­ur með gær­dag­inn, sjó­menn!

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search