Search
Close this search box.

Tillögur stjórnvalda í skattamálum

Deildu 

Yfirvöld leggja til nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk í skattkerfinu.  Umrætt skattþrep á að lækka skattbyrði lágtekjufólks um rúm tvö prósentustig og mun miða við tekjur þeirra sem eru með allt að 325 þúsund krónur í mánaðarlaun.

Með nýju neðsta þrepi næst að lækka skattbyrðina um tvö prósentustig hjá þeim sem eru fullvinnandi, á lægstu launum. Áhrifin fjara út eftir því sem launin hækka og nálgast það að vera núll í efstu tekjuhópunum.

Sjá einnig

Hið nýja skattþrep er 32,94 prósent og því fjórum prósentustigum lægra en lægra þrepið í tveggja þrepa skattkerfinu sem nú er við lýði en nýja skattprepið nær eins og áður segir til þeirra sem hafa tekjur upp í 325 þúsund krónur.

Hin skattþrepin verða óbreytt eða 36,94 prósent fyrir þá sem þéna minna en 927.087 krónur og 46,24 prósent fyrir þá sem eru með hærri laun en heildaráhrif breytinganna á tekjur munu nema um 14,7 milljörðum króna á ári.

Gert er ráð fyrir að breytingarnar komi til framkvæmda í skrefum á árunum 2020-2022 en einnig verður ráðist í breytingar á barnabótakerfinu og mun hækkun barnabóta 2019 nema 1,6 milljörðum króna og hækkun persónuafsláttar umfram verðlag 1,7 milljörðum króna. Alls nema því tillögur stjórnvalda í tekjuskatti og barnabótum 18. milljörðum.

„Með nýju skattþrepi sem er fjórum prósentustigum lægra, tekst okkur að lækka skattbyrðina um tvö prósentustig hjá þeim hópum sem eru starfandi á lægstu launum. Með breytingunni lækkar skattbyrðin um tvö prósentustig og fer úr tuttugu niður í átján prósent. Það þýðir, að sá sem starfar á þessum mánaðarlaunum heldur eftir 81 þúsund krónum um það sem nú gildir á ári. Ráðstöfunartekjurnar hækka um 81 þúsund krónur,“ sagði fjármálaráðherra í dag.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search