PO
EN

Trúarbrögð taka höndum saman fyrir umhverfið

Deildu 

Ljóst er að trú- og lífs­skoðun­ar­fé­lög hafa áhrif á hegðun og viðhorf mik­ils meiri­hluta mann­kyns. Það er því til mik­ils að vinna, fyr­ir um­hverfið, að breið fylk­ing full­trúa ólíkra trú­ar­bragða taki af­stöðu með um­hverf­inu og mæli fyr­ir ábyrgri hegðun í um­hverf­is- og lofts­lags­mál­um.

Mark­mið ráðstefn­unn­ar er meðal ann­ars að ræða hlut­verk trú­ar- og lífs­skoðun­ar­hópa í því að ná heims­mark­miðum Sam­einuðu þjóðanna um sjálf­bæra þróun. Í því miði verða unn­in drög að sam­eig­in­legri álykt­un sem vilji stend­ur til að afla fylg­is og leggja fram á um­hverf­isþingi Sam­einuðu þjóðanna (UNEA 5) á næsta ári. Stofn­un banda­lags um trú í þágu jarðar (Faith for Earth Coaliti­on) verður líka rædd á ráðstefn­unni.

For­seti Íslands opn­ar ráðstefn­una í dag og í kjöl­farið ávarp­ar fjöldi full­trúa hinna ýmsu trú­ar- og lífs­skoðun­ar­fé­laga ráðstefn­una. Meðal ann­ars patrí­ark­inn af Konst­antínópel, Bart­holomew I, Peter Turk­son, einn af kar­dinál­um kaþólsku kirkj­unn­ar, auk full­trúa shía- og súnnímúslima, gyðing­dóms, búdd­isma, Bahá‘í og ís­lensku þjóðkirkj­unn­ar, Agnes M. Sig­urðardótt­ir bisk­up, svo ein­hver séu nefnd. In­ger And­er­sen, fram­kvæmda­stjóri Um­hverf­is­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna (UNEP) og und­ir­ritaður ávarpa einnig ráðstefn­una.

Alþjóðlegt heiti ráðstefn­unn­ar er Faith for Nature og má nálg­ast upp­lýs­ing­ar og alþjóðleg­ar út­send­ing­ar á slóðinni www.fait­h­fornature.org.

Um­hverf­is- og auðlindaráðuneytið tek­ur þátt í und­ir­bún­ingi ráðstefn­unn­ar, en meg­inþungi skipu­lagn­ing­ar hef­ur verið í hönd­um full­trúa Fé­lags Sam­einuðu þjóðanna á Íslandi, þjóðkirkj­unn­ar og Land­græðslunn­ar og Baháí‘-sam­fé­lags­ins á Íslandi, í sam­starfi við UNEP. Ég vona inni­lega að þetta fram­tak muni skila markverðum ár­angri fyr­ir um­hverf­is­mál­in í heim­in­um og hlakka til að taka þátt.

GuðmundurIngi Guðbrandsson, um­hverf­is- og auðlindaráðherra.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search