PO
EN

Umhverfismálin – tveimur árum síðar

Deildu 

Sím­talið sem ég fékk að morgni 29. nóv­em­ber 2017 var ekki eins og hvert annað sím­tal. Mér var boðið að færa mig um set innan mála­flokks sem ég hafði í mörg ár lifað og hrærst í.

Ég: „Ha, verða umhverf­is­ráð­herra?“

Kata: „Já.“

Ég fékk ekki langan tíma til að hugsa mig um og þurfti þess heldur ekki eftir að hafa séð stjórn­ar­sátt­mál­ann. Dag­inn eftir var ný rík­is­stjórn kynnt á Bessa­stöð­um.

Stuttu síðar mætti ég í umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið með þau mál sem ég vildi leggja áherslu á sem ráð­herra – mál sem ég hafði brunnið fyrir og vildi sjá kom­ast í verk. Í ráðu­neyt­inu mætti mér sam­hentur hópur kraft­mik­ils fólks. Síðan eru liðin tvö ár. Mig langar að fara yfir hluta af þeim málum sem við höfum unnið að. Tek fram að þessum lista er ekki ætlað að vera tæm­andi.

Þjóð­garður á mið­há­lendi Íslands

Þjóð­garður á mið­há­lendi Íslands hefur verið draumur okkar margra og í störfum mínum hjá Land­vernd hafði ég barist fyrir slíkum þjóð­garði. Við myndun rík­is­stjórn­ar­innar urðu þau tíma­mót að í stjórn­ar­sátt­mál­anum var kveðið á um stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs. Ég setti því strax af stað vinnu við að koma honum á fót.

Þverpóli­tísk nefnd um und­ir­bún­ing að stofnun þjóð­garðs­ins er þessa dag­ana að ljúka umfangs­mik­illi vinnu sinni og áform eru komin í Sam­ráðs­gátt stjórn­valda um laga­frum­varp um þjóð­garð­inn sem byggt verður á vinnu nefnd­ar­inn­ar. Það er magnað að taka þátt í þessu stóra verk­efni.

Miklar and­stæður er að finna á mið­há­lend­inu – svarta sanda, jök­ul­breið­ur, ein­stakar gróð­ur­vinjar og fjölda sér­stæðra jarð­myndana sem finn­ast hvergi í heim­inum á einu og sama svæð­inu. Svo er það kyrrð­in, öræfa­kyrrð­in. Hálend­is­þjóð­garður mun marka straum­hvörf í nátt­úru­vernd á Íslandi, vekja verð­skuld­aða athygli út fyrir land­stein­ana og skapa fjöl­mörg tæki­færi til atvinnu­upp­bygg­ingar fyrir byggð­irnar í jaðri hans.

Hálendisþjóðgarður verður sá stærsti í Evrópu og einstakur á heimsvísu. Mynd: Aðsend.

Hálendisþjóðgarður verður sá stærsti í Evrópu og einstakur á heimsvísu.

Átak í frið­lýs­ingum – Jök­ulsá á Fjöllum frið­lýst

Auk þess að und­ir­búa stofnun þessa ein­staka þjóð­garðs setti ég í upp­hafi yfir­stand­andi kjör­tíma­bils af stað sér­stakt átak í frið­lýs­ing­um. Alltof hægt hafði gengið að frið­lýsa árin á undan en nú var ráð­ist í frið­lýs­inga­á­tak í sam­ræmi við áherslur í stjórn­ar­sátt­mál­an­um.

Hópnum sem vinnur að frið­lýs­ing­unum er meðal ann­ars ætlað að vinna að verndun svæða sem Alþingi hefur þegar sam­þykkt að frið­lýsa. Frið­lýs­ingu fjög­urra svæða er nú lokið og frið­lýs­ing 17 ann­arra svæða hefur verið kynnt opin­ber­lega. Fleiri verk­efni eru í und­ir­bún­ingi.

Í sumar urðu þau tíma­mót að fyrsta frið­lýs­ing svæðis í vernd­ar­flokki ramma­á­ætl­unar var und­ir­rit­uð. Í núgild­andi ramma­á­ætlun eru 20 virkj­ana­kostir í vernd­ar­flokki á 12 svæðum sem ber að frið­lýsa. Þar af er frið­lýs­ingu tveggja kosta á einu svæði lokið – Jök­ulsá á Fjöllum – og und­ir­bún­ingi ann­arra kosta ýmist nær lokið eða þeir í vinnslu. Í sam­starfi við sveit­ar­fé­lög höfum við líka stækkað Vatna­jök­uls­þjóð­garð veru­lega.

Þetta markar vatna­skil.

.

Jökulsá á Fjöllum. Átak í friðlýsingum stendur yfir og áin var í sumar friðlýst gegn orkuvinnslu. Friðlýsing 17 annarra svæða hefur verið kynnt opinberlega. Mynd: Aðsend.

Jökulsá á Fjöllum. Átak í friðlýsingum stendur yfir og áin var í sumar friðlýst gegn orkuvinnslu. Friðlýsing 17 annarra svæða hefur verið kynnt opinberlega.

Lofts­lags­málin – orku­skiptin í fullum gangi

Lofts­lags­málin eru eitt af því sem ég setti í algjöran for­gang þegar ég kom inn í ráðu­neyt­ið. Ekki var þá til form­leg aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum á Íslandi. Þetta breytt­ist og fyrsta fjár­magn­aða lofts­lags­á­ætlun lands­ins leit í kjöl­farið dags­ins ljós. Báðum meg­in­þáttum hennar hefur nú verið hrint í fram­kvæmd: Aðgerðum varð­andi orku­skipti í sam­göngum og aðgerðum vegna kolefn­is­bind­ingar og end­ur­heimtar vot­lend­is. 

Fyrr í þessum mán­uði kynntum við stór­fellda upp­bygg­ingu hrað­hleðslu­stöðva um land allt. Hrað­hleðslu­stöðvum sem settar eru upp með fjár­fest­ing­ar­styrk frá rík­inu fjölgar við þetta um 40% og nýju stöðv­arnar eru auk þess þrisvar sinnum afl­meiri en þær öfl­ug­ustu sem fyrir eru. Að auki er verið að koma upp neti hleðslu­stöðva við gisti­staði vítt og breitt um land­ið. Fram­sækið frum­varp verður fljót­lega lagt fyrir Alþingi en í því er meðal ann­ars gert ráð fyrir nýjum afsláttum (nið­ur­fell­ingu á virð­is­auka­skatti) af raf­hjól­um, reið­hjól­um, vist­vænni stræt­is­vögnum og hleðslu­stöðvum fyrir heima­hús. Þetta bæt­ist við marg­vís­legar íviln­anir til kaupa á vist­vænni bif­reiðum og er hluti af því að hraða orku­skiptum og breyta ferða­venj­um.

Stjórn­völd hafa einmitt lagt stór­aukna áherslu á breyttar ferða­venjur og má þar til dæmis nefna gríð­ar­lega umfangs­mikla áætlun um upp­bygg­ingu almenn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu með sveit­ar­fé­lögum á svæð­inu.

Kolefn­is­bind­ing og end­ur­heimt vot­lendis

Í sumar kynntum við for­sæt­is­ráð­herra aðgerðir varð­andi kolefn­is­bind­ingu. Við munum tvö­falda umfang land­græðslu og skóg­ræktar og tífalda end­ur­heimt vot­lend­is. Áætlað er að þær aðgerðir sem við munum ráð­ast í ein­ungis næstu fjögur ár muni skila um 50% meiri árlegum lofts­lags­á­vinn­ingi árið 2030 en núver­andi bind­ing og 110% meiri ávinn­ingi árið 2050.

Ein­ungis vegna þeirra aðgerða sem við réð­umst í nú í ár og sem farið verður í næstu þrjú ár munum við þannig binda árlega 2,1 milljón tonn af CO2 árið 2050. Til sam­an­burðar var losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórn­valda 2,9 milljón tonn árið 2017. Við erum þannig að tala um gríð­ar­lega viða­miklar aðgerðir í kolefn­is­bind­ingu sem hafa áhrif langt inn í fram­tíð­ina og skipta miklu til að ná kolefn­is­hlut­leysi árið 2040. Af þessu er ég stolt­ur.

Áætlun kynnt í sumar um að tvöfalda landgræðslu og skógrækt og tífalda endurheimt votlendis. Þessar aðgerðir eru þegar hafnar. Mynd: Aðsend.

Áætlun kynnt í sumar um að tvöfalda landgræðslu og skógrækt og tífalda endurheimt votlendis. Þessar aðgerðir eru þegar hafnar.

Fleiri lofts­lags­að­gerðir

Við höfum líka gripið til fjöl­margra ann­arra aðgerða í lofts­lags­mál­um. Í gær var til að mynda opnað fyrir umsóknir í Lofts­lags­sjóð en í gegnum hann verður hálfum millj­arði króna varið á fimm árum til nýsköp­unar í lofts­lags­málum og fræðslu. Grænir skattar hafa verið kynntir til sög­unnar til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Gripið hefur verið til aðgerða til að draga úr mat­ar­só­un. Gert hefur verið að skyldu að gera ráð fyrir hleðslu raf­bíla við allt nýbyggt hús­næði á land­inu. Kolefn­is­gjald hefur verið hækkað í áföng­um. Stór­aukið hefur verið við vöktun á súrnun sjáv­ar, jöklum, skriðu­föllum og fleiri þáttum hér á landi. Og frá og með 1. jan­úar verður svart­olía í raun bönnuð í íslenskri land­helgi.

List­inn er langt í frá tæm­andi.

Allt í plasti

Þegar mér var trúað fyrir því að verða ráð­herra umhverf­is­mála ákvað ég strax að plast­málin yrðu eitt af því sem ég myndi leggja áherslu á. Plast er efni sem end­ist afar lengi og er því hent­ugt til ýmissa nota. Einmitt þessi eig­in­leiki þess gerir það hins vegar ein­stak­lega óhent­ugt sem einnota efni.

Frá því að rík­is­stjórnin hóf störf hafa lög um bann við afhend­ingu burð­ar­plast­poka í versl­unum verið sam­þykkt. Nor­rænu umhverf­is­ráð­herr­arnir hafa sam­þykkt yfir­lýs­ingu þar sem kallað er eftir nýjum alþjóð­legum samn­ingi til að draga úr og fyr­ir­byggja losun plasts og örplasts í haf­ið. Í umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­inu er verið að vinna frum­varp sem ég mæli fyrir á vor­þingi þar sem meðal ann­ars verður kveðið á um bann við plast­hnífa­pörum, plast­diskum, plast­rörum, drykkj­ar­málum og ílátum undir mat­væli úr frauð­plasti. Þar verða einnig spenn­andi hlutir eins og kröfur vegna hönn­unar og sam­setn­ingar til­tek­inna plast­vara.

Ráðist var í átak gegn notkun einnota plastvara fyrr á árinu. Við verðum einfaldlega að hætta að nota hluti einungis einu sinni. Mynd: Aðsend.

Ráðist var í átak gegn notkun einnota plastvara fyrr á árinu. Við verðum einfaldlega að hætta að nota hluti einungis einu sinni.

Tengt plast­inu, lofts­lags­málum og því að nýta auð­lindir betur hefur rík­is­stjórnin með VG í umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­inu lagt áherslu á hringrás­ar­hag­kerfið og sett sér­stakt fjár­magn til efl­ingu þess – raunar hálfan millj­arð króna á fimm árum. Hringrás­ar­hag­kerfið gengur út á að hugsa hlut­ina sem hringrás og fara til dæmis betur með hrá­efni, end­ur­nýta, end­ur­vinna og nota úrgang sem hrá­efni í frek­ari fram­leiðslu. Hætta að sóa auð­lindum og loka heldur hringnum og nýta þær aft­ur. Fjár­mun­irnir munu meðal ann­ars verða nýttir í græna nýsköp­un, til að ýta undir grænan lífs­stíl og verk­efni sem miða að því að minnka sóun. Hringrás­ar­hag­kerfið er það sem koma skal.

Alls konar annað …

Aukin aðkoma almenn­ings að ákvarð­ana­töku um umhverf­is­mál hefur lengi verið mér hug­leikin – og að hún ger­ist fyrr í ferl­inu en raunin hefur ver­ið. Á þetta hef ég lagt áherslu í ráðu­neyt­inu og á meðal stofn­ana þess. Ég hef því meðal ann­ars sett af stað heild­ar­end­ur­skoðun á lögum um mat á umhverf­is­á­hrifum og látið vinna áætlun um eft­ir­fylgni Árósa­samn­ings­ins en hann felur til dæmis í sér að tryggja aðgang almenn­ings að ákvarð­ana­töku sem snertir umhverf­ið. Ég hef líka aukið fjár­veit­ingar til rekst­urs umhverf­is­vernd­ar­sam­taka hér á landi – fyrst um 50% í ár og svo aftur um 50% á næsta ári.

Almennt hafa fram­lög til umhverf­is­mála stór­auk­ist undir stjórn VG og hafa raunar aldrei verið í lík­ingu við það sem nú er. Það munar um þegar fjár­magn til mála­flokks­ins eykst um 25% eins og þegar hefur orð­ið. Póli­tískt hafa umhverf­is­málin aldrei haft jafn­mikið vægi.

Ég er stoltur yfir öllu sem hefur áunn­ist á tveimur árum og þakk­látur sam­starfs­fólki mínu í ráðu­neyt­inu, hjá stofn­un­um, í póli­tík­inni og vítt og breitt í sam­fé­lag­inu. Það er magnað að verða vitni að þeim ótrú­lega með­byr sem er með umhverf­is­mál­un­um. Loks­ins, loks­ins eru umhverf­is­málin komin á dag­skrá.

Læt að lokum fylgja með þessa fallegu mynd sem tekin er á göngu frá Borðeyri og yfir í Gilsfjörð. Náttúran í sínum fallegu litum. Mynd: Aðsend.

Læt að lokum fylgja með þessa fallegu mynd sem tekin er á göngu frá Borðeyri og yfir í Gilsfjörð. Náttúran í sínum fallegu litum.

Greinin birtist fyrst í Kjarnanum

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search