Search
Close this search box.

Umhverfisvernd og jöfnuður

Deildu 

Það er sér­stakt fagnaðarefni að í kosn­ing­um til Alþing­is skuli hafa náðst öfl­ugri meiri­hluti en nokkru sinni fyrr um for­ystu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur sem for­sæt­is­ráðherra næstu fjög­ur ár. Nú erum við Vinstri græn enn kölluð til verka og hefj­um á þeim grunni nýtt stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæðis­flokki og Fram­sókn­ar­flokki. Mark­miðið er enn að skapa breiða sam­stöðu um upp­bygg­ingu innviða sam­fé­lags­ins. Nú er sér­stak­lega mik­il­vægt að horfa sér­stak­lega til þeirra áskor­ana sem blasa við vegna heims­far­ald­urs vegna Covid-19-veirunn­ar og viðfangs­efna sem snú­ast um efna­hags­mál, en einnig að auka jöfnuð í sam­fé­lag­inu. Verk­efni sem lúta að lofts­lags­vánni verða einnig í for­gangi í störf­um nýrr­ar rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur.

Í lofts­lags­mál­un­um reyn­ir ekki síst á ráðuneyti mat­væla, sjáv­ar­út­vegs og land­búnaðar. Þar búum við að grænni stefnu­mót­un, allt frá stofn­un Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs, og líka ný­legri stefnu­mót­un hreyf­ing­ar­inn­ar í at­vinnu­mál­um, lofts­lags­mál­um og nátt­úru­vernd­ar­mál­um.

Sjálf­bærni í allri um­gengni við nátt­úr­una er lyk­il­atriði. Við erum hluti af vist­kerf­um jarðar en þau þarf bæði að vernda og efla. Við höf­um hér byggt til­veru okk­ar á nýt­ingu lands og sjáv­ar um ald­ir og þar eru tæki­fær­in mý­mörg í ný­sköp­un, ým­iss kon­ar sprot­um, klasa­starfi og þró­un­ar­verk­efn­um. Mark­miðið þarf alltaf að vera að halda til haga órofa tengsl­um fólks og um­hverf­is, gæta að líf­rík­inu öllu og því sem nær­ir það. Mat­væla­fram­leiðsla, sjáv­ar­nytj­ar og land­nýt­ing með sjálf­bærni, heil­næmt um­hverfi og heilsu að leiðarljósi færa okk­ur tæki­færi sem ég hlakka til að tak­ast á við í nýju ráðherra­embætti, í sam­starfi við fólk og at­vinnu­líf um allt land.

Við búum í góðu landi sem er ríkt af auðlind­um og mannauði og sam­heldni og slíkt sam­fé­lag á aldrei að sætta sig við fá­tækt, út­skúf­un eða ein­mana­leika. Það er alltaf okk­ar verk­efni að huga að hags­mun­um og vel­sæld þeirra sem ekki búa yfir ríku afli, fjár­magni eða tæki­fær­um til að halda sín­um sjón­ar­miðum á lofti, og leggja áherslu á að auka jöfnuð. Í stjórn og stjórn­ar­and­stöðu eig­um við að for­gangsraða í þágu hags­muna heild­ar­inn­ar. Mæli­kv­arðar vel­sæld­ar, rétt­læt­is, sjálf­bærni og um­hverf­is­vernd­ar eiga að leysa aðra og eldri mæli­kv­arða af hólmi og það er á þeim góða grunni sem við eig­um að feta leiðina fram á veg.

Ég mun leggja sér­staka áherslu á lofts­lags­mál og jöfnuð í öll­um mín­um verk­um sem ráðherra mat­væla, sjáv­ar­út­vegs og land­búnaðar, í sam­ræmi við stjórn­arsátt­mála nýrr­ar rík­is­stjórn­ar en ekki síst í sam­ræmi við stefnu Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs, og ég hlakka til nýrra verk­efna.

Svandís Svavarsdóttir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search