Search
Close this search box.

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Deildu 

Undirbúningur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er í fullum gangi og tillögur að helstu áherslum í stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins hafa nú verið settar í Samráðsgátt stjórnvalda. Þær eru þriðja verkefni þverpólitískrar nefndar sem vinnur að stofnun þjóðgarðsins. Þverpólítísk nefnd um stofnun þjóðgarðsins var skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra í apríl 2018 í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnar og á að skila af sér tillögum í september 2019. Nefndinni er meðal annars ætlað að skilgreina mörk þjóðgarðsins og setja fram áherslur um skiptingu landssvæða innan hans í verndarflokka.

Við störf nefndarinnar hefur mikil áhersla verið lögð á samráð við helstu hagsmunaaðila, þ.m.t. sveitarfélög. Haldnir hafa verið kynningar- og samráðsfundir bæði með sveitarstjórnarfólki á hverju landsvæði sem og með íbúum og hagaðilum, tveir opnir kynningarfundir af sama toga hafa verið haldnir í Reykjavík og nefndin hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda hugmyndir að ákveðnum þáttum sem hún hefur fjallað um.

Auk þess voru í janúar 2019 haldnir átta fundir um land allt með samtals 24 sveitarfélögum og hagaðilum sem þau kölluðu til. Þessir fundir voru ætlaðir til að afla upplýsinga og leita eftir sjónarmiðum og áherslumálum á hverju og einu landsvæði sem snýr að miðhálendi Íslands.

Hægt er að fylgjast með störfum nefndarinnar á vef Stjórnarráðsins

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search