Search
Close this search box.

Upp með kolefnisbindinguna!

Deildu 

   Kolefnisbinding i gróðri og jarðvegi er mikilvægur skerfur til andófsins gegn alvarlegum loftslagsbreytingum. Bindingin fer fram með plöntun, sáningu, sjálfsuppgræðslu og einnig verndun, til dæmis verndun skóga sem þá ná að eflast að bindigetu. Nýgræðsla getur farð fram á landi, til dæmis á skemmdu eða örfoka gróðurlendi, eða með ræktun, til dæmis trjáa á grónu eða ógrónu landi, allt eftir því sem hentar og vilji er til. Bindigeta gróðurs er auðvitað háð plöntutegundum og aldri tegundanna, veðurfari og öðrum aðstæðum. Bindinguna má mæla og er mikið til af gögnum og gagnlegum rannsóknum. Kolefnisbinding fer líka fram í sjó. Á strandsvæðum er hægt að herða á henni með friðun gróðursvæða út að mörkum sjávarfalla en nýta sjávargróður annars staðar með sjálfbærum hætti. Með gríðarlegri skógareyðingu og breyttum landbúnaðarháttum og mannvirkjagerð í a.m.k. 2-3 aldir hafa jarðarbúar rýrt bindigetu lands með afgerandi áhrifum í öllum loftslagsbeltum jarðar. Því verður að linna og snúa þarf taflinu snarlega við.

   Kolefnisbinding fer líka fram með því að menn herða á jarðvegsmyndun og hægja á, eða stöðva, jarðvegseyðingu ásamt því að endurheimta votlendi í samræmi við þekkingu á losun gróðurhúsalofttegunda úr þornandi mýrum, og í samræmi við sjálfbærar landnytjar.

   Á síðasta degi nýlokins þings var samþykkt samhljóða frumvarp sem ég lagði fyrst fram á Alþingi á þinginu þar á undan, og varðar lög um tekjuskatt. Samkvæmt breytingunni á lögunum mega lögaðilar (fyrirtæki) nú leggja fram 0,75% af árlegum tekjum til hvers kyns kolefnisjöfnunar án þess að greiða tekjuskatt af upphæðinni. Þarna er kjörið tækifæri til þess að sýna umhverfis- og samfélagsábyrgð í verki.

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search