PO
EN

Uppbygging fyrir fólkið í Reykjavík

Deildu 

Reykjavíkurborg kynnti í gær 26. mars, aðgerðaráætlun sem ætlað er að bregðast við áhrifum félags og efnahagslegum áhrifum covid-19. Vinstri græn lögðu sérstaka áherslu á að standa með fólkinu í borginni með margvíslegum hætti. Til a mynda með á frestun gjalda, niðurfellingu og lækkun þeirra, sveigjanleika í innheimtu og gjaldfrestum eftir atvikum, til þess að létta undir.  Einnig var lögð sérstök áhersla á að koma á fót sérstakri borgarvakt á sviði velferðar – og atvinnumála með áherslu á skapandi greinar, listir, menningu og íþróttahreyfinguna. Þá stendur til að flýta framkvæmdum á borð við borgarlínu og uppbyggingu hjólastíga en einnig að hrinda af stað samkeppni um stærra borgarbókasafn í Grófarhúsi, samkeppni um endurnýjun og endurgerð laugar/stúku Laugardalslaugar, samkeppni um nýja skóla, fjölgun ungbarnadeilda og nýrra leikskólaplássa sem hluta af verkefninu „Brúum bilið“ sem að fulltrúar VG í borginni telja mikilvægan lið þróun borgarinnar. Þá er átak í uppbygging hagkvæms og fjölbreytts húsnæðis sem og uppbyggingu hjúkrunarheimila sérstakt fagnaðarefni.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search