Reykjavíkurborg kynnti í gær 26. mars, aðgerðaráætlun sem ætlað er að bregðast við áhrifum félags og efnahagslegum áhrifum covid-19. Vinstri græn lögðu sérstaka áherslu á að standa með fólkinu í borginni með margvíslegum hætti. Til a mynda með á frestun gjalda, niðurfellingu og lækkun þeirra, sveigjanleika í innheimtu og gjaldfrestum eftir atvikum, til þess að létta undir. Einnig var lögð sérstök áhersla á að koma á fót sérstakri borgarvakt á sviði velferðar – og atvinnumála með áherslu á skapandi greinar, listir, menningu og íþróttahreyfinguna. Þá stendur til að flýta framkvæmdum á borð við borgarlínu og uppbyggingu hjólastíga en einnig að hrinda af stað samkeppni um stærra borgarbókasafn í Grófarhúsi, samkeppni um endurnýjun og endurgerð laugar/stúku Laugardalslaugar, samkeppni um nýja skóla, fjölgun ungbarnadeilda og nýrra leikskólaplássa sem hluta af verkefninu „Brúum bilið“ sem að fulltrúar VG í borginni telja mikilvægan lið þróun borgarinnar. Þá er átak í uppbygging hagkvæms og fjölbreytts húsnæðis sem og uppbyggingu hjúkrunarheimila sérstakt fagnaðarefni.
Upplýsingar
Kosningamiðstöðvar
Suðurlandsbraut 10, Rvk Brekkugata 7, Akureyri