Search
Close this search box.

Úrelt viðhorf Björns

Deildu 

Á dög­un­um skrifaði Björn Bjarna­son langa grein og held­ur sund­ur­lausa þar sem hann tvinnaði sam­an út­legg­ingu sína á kosn­inga­úr­slit­um í þýska sam­bands­land­inu Thür­ingen og ný­leg­ar umræður á Alþingi um stækk­un Nató. Ástæða þess að dóms­málaráðherr­ann fyrr­ver­andi kýs í grein­inni að leggja lykkju á leið sína alla leið suður til Þýska­lands virðist helst vera sú að tengja af­stöðu Vinstri grænna til Nató við þýska flokk­inn Die Lin­ke. Nær­tæk­ari sam­an­b­urður hefði þó verið að benda á rót­tæk­ir vinstri­flokk­ar á öll­um Norður­lönd­un­um átta eru and­víg­ir Nató-aðild.

Það voru umræður og at­kvæðagreiðsla um aðild Norður-Makedón­íu að Nató sem urðu kveikj­an að skrif­um Björns og leiddu hann að þeirri niður­stöðu að VG sé úr­elt­ur flokk­ur og tíma­skekkja. Til­efnið var að all­ir þing­menn Vinstri grænna og nokkr­ir úr þing­flokki Pírata sátu hjá í at­kvæðagreiðslu um stækk­un­ina. Afstaða Vinstri grænna var í sam­ræmi við fyrri af­greiðslur á sam­bæri­leg­um mál­um, nú síðast þegar Svart­fell­ing­um var veitt aðild að banda­lag­inu vorið 2016. Þá sem nú áréttaði VG þá skoðun sína að ein­hver stærstu mis­tök seinni tíma á sviði alþjóðamála hefðu verið að nýta ekki tæki­færið við lok kalda stríðsins til að leggja niður Atlants­hafs­banda­lagið.

Björn hnýt­ir sér­stak­lega í fé­laga minn, Stein­unni Þóru Árna­dótt­ur, fyr­ir að benda á hið aug­ljósa: að hags­mun­ir her­gagna­fram­leiðenda séu að miklu leyti drif­kraft­ur­inn að baki útþenslu og viðhaldi Nató. Nató-aðild­in er sú svipa sem Banda­ríkja­stjórn not­ar á banda­lags­ríki sín til að þrýsta á þau að auka fram­lög sín til víg­búnaðar­mála. Hags­mun­irn­ir sem þar liggja að baki eru gríðarleg­ir, eins og ekki ætti að þurfa að út­skýra fyr­ir jafn­mikl­um áhuga­manni um víg­væðingu og Birni Bjarna­syni.

Björn tel­ur að and­stæðing­ar Nató í dag séu fast­ir í köldu stríði, en kýs sjálf­ur að líta fram hjá þeim breyt­ing­um sem orðið hafa á Atlants­hafs­banda­lag­inu frá lok­um kalda stríðsins. Til að skapa sér hlut­verk hef­ur banda­lagið í vax­andi mæli breytt sér í árás­ar­gjarnt hernaðarbanda­lag sem þvæl­ir sér í hver hernaðarátök­in á fæt­ur öðrum utan landa­mæra sinna. Nató er flækt í enda­lausu stríði í Af­gan­ist­an sem hef­ur leitt til ómældra þján­inga þessa stríðshrjáða lands. Nató stofnaði til stríðs í Líb­íu sem lagði innviði þess lands í rúst og stuðlaði að flótta­manna­bylgju til Evr­ópu sem enn sér ekki fyr­ir end­ann á. Nató á í nánu hernaðarsam­starfi við Sádi-Ar­ab­íu og Ísra­el sem hvort í sínu lagi standa fyr­ir stór­felld­um mann­rétt­inda­brot­um í Jemen og Palestínu. Um Natór­íkið Tyrk­land þarf svo fæst orð að hafa. Að ræða Nató árið 2019 en horf­ast ekki í augu við þenn­an veru­leika er í besta falli veru­leikafirr­ing.

Nató er sömu­leiðis kjarn­orku­vopna­banda­lag, sem áskil­ur sér rétt til beit­ing­ar kjarna­vopna að fyrra bragði. Aðild­ar­ríki banda­lags­ins hafa sam­eig­in­lega staðið gegn metnaðarfull­um af­vopn­un­ar­samn­ing­um á vett­vangi Sam­einuðu þjóðanna eins og sátt­mál­an­um um bann við kjarna­vopn­um. Á sama tíma hafa helstu for­ystu­ríki Nató grafið und­an mik­il­væg­um sátt­mál­um á borð við samn­ing­inn um bann við gagneld­flauga­kerf­um og samn­ing­inn um bann við meðaldræg­um kjarnaflaug­um. Nýj­ustu fregn­ir frá Banda­ríkj­un­um benda til að Trump for­seti hygg­ist setja end­ur­nýj­un SALT-samn­ing­anna í upp­nám.

Aðild Norður-Makedón­íu að Nató var samþykkt með þorra at­kvæða á dög­un­um. Umræðurn­ar um málið voru frjó­ar og áhuga­verðar. Alltof sjald­an ger­ist það að þing­menn ræði af al­vöru grund­vall­ar­atriði á sviði varn­ar- og ör­ygg­is­mála. Sá mála­flokk­ur er því miður alltof oft tek­inn út fyr­ir sviga þegar kem­ur að póli­tískri umræðu. Þetta er óæski­leg þróun, eins og Björn Bjarna­son ætti að geta verið sam­mála mér um – þótt lík­lega deil­um við fáum öðrum skoðunum í þess­um mála­flokki. Í því skyni vil ég benda á frum­varp mitt sem miðar ein­mitt að því að auka aðkomu Alþing­is að ákvörðunum um hernaðartengd mála­efni, sem ger­ir ráð fyr­ir að Alþingi þurfi að samþykkja all­ar meiri­hátt­ar hernaðarfram­kvæmd­ir og viðauka við varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in. Það er í takt við eðli­lega kröfu sam­tím­ans um lýðræðis­lega umræðu, en ekki þau úr­eltu viðhorf til hernaðarbanda­lags sem því miður ein­kenna mál­flutn­ing Björns.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search