Vegna ástandsins í þjóðfélaginu hefur framkvæmdastjórn ákveðið að landsfundur UVG sem átti að fara fram í Hrísey um næstu helgi muni alfarið fara fram í fjarfundi. Við sendum bestu kveðjur út í Hrísey til þess frábæra fólks sem ætlaði að taka á móti okkur þar með von um að geta komið til ykkar við annað tækifæri. Við hvetjum áhugasöm til að skoða dagskrána og skrá sig á fundinn. Hlökkum svo gríðarlega til að hitta alla félaga í raunheimum um leið og veira leyfir. Förum varlega #ungvinstri #uvg
Sjá dagskrána hér: https://fb.me/e/a2OAXZLcY
Skráning fer fram hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfa6KVXFZpXEe9K7JoRO-lBwWL9oVzEedHZj00j54LNzOnp9g/viewform?usp=sf_link
Eldri vinstri græn fresta fyrsta fundi vetrarins sem halda átti 14. október er frestað um óákveðinn tíma, vegna kórónuveirufaraldursins. EVG hefur ekki getað haldið sínar fjölsóttu samkomur í Stangarhyl stærstan hluta ársins. Eins og staðan er á covid 19 í dag, eru fundir sem þessir alls ekki leyfðir. Viðburðastjórar EVG vona það besta og bíða fyrsta færis til að koma saman að nýju.