Þrjú úr hópi varaþingmanna VG tóku sæti á Alþingi í dag. Það eru þau Una Hildardóttir fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur sem að er á þingfundi Evrópuþingsins, Bjarni Jónsson fyrir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur sem að er á þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins og Eydís Blöndal fyrir Kolbein Óttarsson Proppé sem að er á Janúarfundum Norðurlandaráðs, Eydís tekur sæti á Alþingi í fyrsta sinn!