Search
Close this search box.

Var­an­leg regn­boga­gata í Reykja­vík

Deildu 

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti rétt í þessu að mála varanlegan regnboga á áberandi stað í miðborg Reykjavíkur. Sýnileg réttindabarátta hinsegin fólks er mikilvæg til að vinna gegn áratuga fordómum og útilokun.

Líf Magneu­dótt­ir : „Í senn er þetta fal­leg og skemmti­leg til­laga en hún er líka grjót­hörð samstaða með fjöl­breyti­leika mann­lífs­ins og bar­áttu hinseg­in fólks því þannig er Reykja­vík. Hún er borg fyr­ir okk­ur öll. Hún er hinseg­in borg.“

Nýleg dæmi sýna því miður að hinsegin fólk verður ennþá fyrir fordómum og ofbeldi og hatursglæpum hér á landi.

Reykjavík er hinseginvæn borg og aðili að alþjóðlegu netverki Regnbogaborga (e. rainbow cities network) en þær borgir vinna markvisst að því að gera alla þjónustu borgarinnar aðgengilega og gera ráð fyrir öllum litum regnbogans í borgarsamfélaginu.

Fögnum fjölbreytileikanum. Til hamingju Reykjavik!

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search