Search
Close this search box.

Varúð hefur skilað árangri

Deildu 

Ég trúi því að stofn­ar þorsks séu óþrjót­andi og það sé ekk­ert sem við menn­irn­ir get­um gert til að hafa áhrif á þá,“ sagði fiski­fræðing­ur­inn T.H. Huxley upp úr 1880. Það liðu þó ekki nema ör­fá­ir ára­tug­ir þar til þorsk­stofn­inn í Norður­sjó var brot af því sem hann var áður. Fleiri dæmi eru til, svo sem um síld­ina sem hvarf og hef­ur svo náðst að byggja upp aft­ur. Á Íslandi var tek­in sú stefna að byggja afla­mark á vís­inda­leg­um grunni, fyrst með afla­reglu í þorski og síðar í öðrum teg­und­um. Á síðustu árum hafa stjórn­völd fylgt ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins.

Í stór­um drátt­um hef­ur þetta gengið vel þó að enn sé gát­unni um slak­ari nýliðun þorsks eft­ir 1980 ósvarað. Við veiðum lægra hlut­fall af stofn­in­um en verðmæt­in eru meiri og hag­kvæm­ara að sækja fisk­inn. Þá er ald­urs­sam­setn­ing stofns­ins betri, bæði vist­fræðilega en einnig meira af stærri og verðmeiri fiski, m.v. skýrsl­ur Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Ákvörðun um heild­arafla er tek­in í ág­úst á hverju ári. Þessi ákvörðun er efna­hags­lega þýðing­ar­mik­il fyr­ir fjöl­marga. Því er eðli­legt að þeir hafi sín­ar skoðanir á ákvörðun­inni. Það er í anda lýðræðis­ins að hlusta á þess­ar skoðanir enda er það á end­an­um ákvörðun tek­in af ráðherra hvort farið sé að ráðgjöf vís­inda­manna eða hvort að farið sé að ráðgjöf hags­munaaðila.

Varúðarnálg­un gefst best

Í sam­töl­um við hags­munaaðila kem­ur stund­um fram gagn­rýni á ráðgjöf Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar og það sjón­ar­mið að rétt sé að meta það í hvert sinn hvort ráðgjöf sé fylgt að fullu. Fiski­fræðing­ar byggja ráðgjöf sína á mæl­ing­um og rann­sókn­um og því er ráðgjöf­in besta leiðsögn­in sem við höf­um. Í hvert sinn sem ráðgjöf er sett fram eru þrír mögu­leik­ar. Ráðgjöf­in get­ur verið rétt, hún get­ur van­metið stofn eða of­metið hann. Ef fiski­fræðing­ar van­meta stofn þýðir það meiri afla í framtíðinni. Of­meti þeir stofn­ana þýðir það að áfallið verður minna í framtíðinni ef eng­ar höml­ur hefðu verið. Aug­ljóst er að betra er að van­meta stofn held­ur en of­meta, það er ástæðan fyr­ir því að varúðarnálg­un við stjórn­un fisk­veiða er skyn­sam­leg nálg­un. Þannig hníga öll skyn­sem­is­rök að því að fara ætíð eft­ir ráðgjöf­inni. Það hef­ur gef­ist ágæt­lega hingað til og er ástæða þess að ég mun fara að ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, hér eft­ir sem hingað til.

Byggj­um á vís­ind­um áfram

Þrátt fyr­ir að skárra sé að van­meta stofna en of­meta þá er auðvitað best að stofn­matið sé rétt. Með því að efla haf­rann­sókn­ir auk­um við lík­urn­ar á að það ger­ist. Með því að bæta líkön og draga úr óvissu verður ráðgjöf­in betri eins og gerst hef­ur síðustu ára­tug­ina. Það er því gríðarlega mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn og al­menn­ing að okk­ur tak­ist að efla haf­rann­sókn­ir og því legg ég á það áherslu.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search